Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAllir náðu vigt fyrir fyrsta UFC kvöld ársins

Allir náðu vigt fyrir fyrsta UFC kvöld ársins

Fyrsta UFC kvöld ársins fer fram á morgun á bardagaeyjunni. Vigtuninni var að ljúka og náðu allir bardagamenn vigt.

UFC Fight Night: Holloway vs. Kattar fer fram á morgun þar sem 11 bardagar verða á dagskrá. Bardagakvöldið er sýnt í Bandaríkjunum á ABC sjónvarpsstöðinni en verður auðvitað á sínum stað á Fight Pass og ViaPlay hér á Íslandi.

Max Holloway átti greinilega góðan niðurskurð þar sem hann var tilbúinn í vigtunina 20 mínútur áður en hún hófst og með þeim fyrstu til að stíga á vigtina. Holloway var 146 pund rétt eins og andstæðingur hans, Calvin Kattar.

Þar sem allir náðu vigt eru allir bardagarnir á dagskrá fyrir bardagakvöldið annað kvöld. Bardagakvöldið er á besta tíma hér heima en fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 17:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 20:00.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular