Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhamzat Chimaev og Leon Edwards bókaður í mars

Khamzat Chimaev og Leon Edwards bókaður í mars

UFC hefur bókað bardaga Khamzat Chimaev og Leon Edwards í þriðja sinn. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þann 13. mars.

Upphaflega áttu þeir Khamzat og Edwards að mætast þann 19. desember en Edwards fékk kórónuveiruna og var bardaganum frestað til 20. janúar. Bardaganum var þó aftur frestað þar sem Khamzat hafði sjálfur ekki jafnað sig á kórónuveirusmiti.

Þetta verður því þriðja tilraun UFC til að láta þá mætast en ekki er vitað hvar bardagakvöldið verður. Khamzat Chimaev hefur unnið alla þrjá bardagana sína í UFC og notið gríðarlegra yfirburða í bardögunum. Leon Edwards er á átta bardaga sigurgöngu en hefur ekki barist síðan í júlí 2019.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular