0

Egill er Evrópumeistari!

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Egill Øydvin Hjördísarson var rétt í þessu að tryggja sér gullið á Evrópumótinu í MMA. Egill kláraði andstæðing sinn með hengingu í 2. lotu.

Þetta er frábær árangur hjá Agli en þetta var fjórði bardaginn hans á fjórum dögum á mótinu.

Bardaginn byrjaði vel fyrir Egil og náði hann nokkrum fínum höggum á hinn pólska Pawel Zakrzewski. Zakrzewski sótti í „clinchið“ og voru þeir í „clinch“ baráttu út lotuna sem var nokkuð jöfn en Egill náði inn nokkrum góðum hnéspörkum. Egill varðist fellutilraun Zakrzewski í lok lotunnar og vann sennilega lotuna.

Í 2. lotu skaut Zakrzewski í fellu sem Egill varðist vel og náði okkar maður í kjölfarið að taka bakið snemma í lotunni. Egill reyndi að komast undir hökuna til að ná hengingunni en Zakrzewski varðist vel. Egill hélt sér á bakinu alla lotuna en þegar skammt var eftir af lotunni fór hann aftur í henginguna og kláraði Zakrzewski þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af lotunni.

Egill er því Evrópumeistari í léttþungavigtinni og er þetta hreinlega frábær árangur hjá honum! Bardaginn var sendur út beint á Facebook síðu Mjölnis og má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.