Egill Øydvin Hjördísarson hefur leik á Evrópumótinu í Prag á morgun. Egill keppti einnig í fyrra en kemur til leiks betur undirbúinn í ár.
Egill mætir Navid Rostaie frá Bretlandi á morgun en Egill berst í léttþungavigt. Egill kom á mótið í fyrra með skömmum fyrirvara og telur sig vera talsvert betur undirbúinn í ár.
Í fyrra mætti hann Búlgaranum Tencho Karaenev í 2. umferð og tapaði eftir uppgjafartak í 1. lotu. Búlgarinn vann einnig Bjarna Kristjánsson á HM í sumar og langar Agli að mæta honum aftur. „Mig langar eiginlega bara að hitta þennan gaur sem ég tapaði fyrir aftur og taka hann aðeins í bakaríið,“ segir Egill.
Sjá einnig: Herbergisfélagarnir Bjarni og Egill gætu mæst á fimmtudaginn
Fari svo að Egill sigri Bretann Navid Rostaie á morgun mun hann mæta liðsfélaga og vini sínum, Bjarna Kristjánssyni. En hvað myndi hann gera ef hann þyrfti að mæta Bjarna? „Ætlum við verðum ekki bara að sjá, vona bara að hann detti út,“ sagði Egill en viðtalið var tekið áður en drátturinn fór fram.
https://youtu.be/PG8XSUhAAbw