spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEinar Karl Arason - fyrsti Íslendingurinn til að keppa í MMA

Einar Karl Arason – fyrsti Íslendingurinn til að keppa í MMA

cal worsham
Cal Worsham, þjálfari Einars á sínum tíma.

Einar Karl Arason er sennilega fyrsti Íslendingurinn til að keppa í MMA. Hann tók bardaga í ágúst 2001 gegn Angel Coadana og sigraði eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Einar starfar í dag sem læknir í Iowa en við fengum hann í stutt viðtal til að ræða um MMA áhuga sinn og fleira.

 

 

Þú tókst þennan bardaga í ágúst 2001. Hve lengi hafðiru stundað MMA eða bardagaíþróttir og hvar hafðiru verið að æfa? 

Ég flutti út til þess að klára háskola og fór síðan í læknisfræði úti. Ég bjó í Kaliforníu og rakst á hóp sem var að æfa þar fyrir MMA keppni. Ég æfði hjá einum af upprunalegu UFC keppendunum (Cal Worsham) en hann keppti á UFC 6 og UFC 9. Ég ákvað að skella mér á æfingu og fékk svo tilboð um að berjast og ákvað að grípa tækifærið. Ég hafði stundað júdó á Íslandi í nokkur ár áður og einnig æft box heima og erlendis.

Hvað var það sem fékk þig til að taka MMA bardaga?

Mig langaði bara að prófa þetta.

Geturu sagt okkur aðeins frá bardaganum?

Ég barðist við BJJ gaur frá Kaliforníu og einn af æfingarfélögum Scott Smith. Þetta var harður bardagi og andstæðingurinn nokkuð seigur. Hann þreyttist að lokum og gat ekki varið sig þannig að ég sigraði eftir tæknilegt rothögg (TKO) í annarri lotu.

Á þessum tíma var MMA ekki eins stórt og í dag og UFC frekar óþekkt, hvernig var MMA senan á þessum tíma frá þínu sjónarhorni?

MMA var töluvert “underground” á þessum tíma. Það var samt gríðarlegur áhugi fyrir þessu og mikil stemning.

Á þessu bardagakvöldi voru margir kappar sem áttu eftir að berjast seinna meir í UFC og stærri keppnum, til að mynda Nick Diaz, Frank Mir, Tim Kennedy og fleiri. Hvernig var stemningin baksviðs? Áttiru í einhverjum samskiptum við þessa menn?

Já það voru þarna margir að berjast í fyrsta sinn sem áttu síðan eftir að gera það gott. Það er gaman að minnast á að þessir menn voru töluvert grænir þarna. Nick Diaz var 18 ára og ekkert öðruvísi en hann er í dag með “street thug attitude”. Hann reif t.d. kjaft við Frank Mir fyrir að horfa á sig. Það var líka skrítið að sjá menn peppa sig upp baksviðs, hita upp í langan tíma, hverfa svo út í hávaðann og koma svo til baka alblóðugir og hálf rotaðir.

Varstu að æfa með/hjá þekktum nöfnum á þessum tíma?

Ég æfði hjá Cal Worsham eða “Worsham Team Extreme” eins og klúbburinn hét. Menn sem mættu á æfingar þar voru t.d. Randy Couture, Dan Severn, Scott Smith og Urijah Faber.

Fylgistu mikið með MMA í dag?

Já ég fylgist mikið með og er hálfgerður MMA fíkill.

Fylgistu mikið með íslenskum bardagaköppum?

Maður heldur auðvitað mikið upp á skandinavísku bardagamennina. Ég hafði verulega gaman af að sjá Gunnar Nelson sigra svona sannfærandi um síðustu helgi.

Æfiru ennþá í dag? 

Það gefst lítill tími til að æfa og vinnan heldur manni frá þessu þannig að maður hefur lítið getað æft og ekki getað tekið fleiri bardaga. Svo er maður líka að verða of gamall í þetta. Ég hef þó verið læknir á nokkrum minni bardagakeppnum hér í Kaliforníu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular