Friday, July 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUmdeildi bardaginn - George St. Pierre vs. Johny Hendricks 16.11.2013

Umdeildi bardaginn – George St. Pierre vs. Johny Hendricks 16.11.2013

UFC Media Tour With UFC President Dana White

Nú styttist í bardaga Johny Hendricks og Robbie Lawler um beltið sem George St. Pierre (GSP) gaf frá sér. Bardagi Hendricks og GSP í nóvember var hins vegar meira en lítið umdeildur en GSP sigraði eftir klofinn dómaraúrskurð. Eftir bardagann var meðal annarra Dana White brjálaður og kallaði dómarana vanhæfa og fleira í þeim dúr. Aðdáendur voru margir sammála því að Hendricks hefði átt að vinna en til að komast nær sannleikanum ákváðum við að greina bardagann nánar án hljóðs, með möguleika á endursýningu og með aðstoð Fight Metric tölfræði.

taleofthetape

Lota 1

GSP byrjaði á að taka Hendricks niður en hann komst fljótt upp aftur. Hendricks kom inn hörðum höggum þegar GSP reyndi aftur sem meistarinn fann fyrir. Hendricks bætti við hörðum olnbogum og hnjám og tók GSP niður í stuttan tíma. GSP gekk illa að koma inn góðum höggum en hné Hendricks í fótleggi GSP höfðu áhrif. Nokkuð skýr lota fyrir Hendricks en skv. tölfræðinni var höggfjöldinn nánast sá sami sem kemur nokkuð á óvart.

Stig MMA Frétta: 10 – 9 fyrir Hendricks.

hendricks

Lota 2

Hendricks meiddi GSP snemma í annarri lotu og lét höggin flæða. GSP var óstöðugur og virkaði vankaður. Seinni hluti lotunnar var jafnari en það er fer ekki á milli mála hver olli meiri skaða í þessari lotu. Hendricks náði inn 37 af 79 á móti 30 af 69 frá GSP.

Stig MMA Frétta: 10 – 9 fyrir Hendricks.

Lota 3

GSP kom inn góðu sparki snemma og gekk betur standandi í þriðju lotu. Stungan byrjaði að virka og það virtist hægjast á Hendricks. GSP virtist vera með tæknilega yfirburði sem endurspeglast í tölfræðinni, GSP náði inn 32 af 65 höggum á móti aðeins 15 af 50 frá Hendricks. Hendricks náði honum að vísu niður í lokin er nýtti sér það lítið.

Stig MMA Frétta: 10 – 9 fyrir GSP.

gsp

Lota 4

Eftir rúma mínútu standandi rann GSP og Hendricks stökk á hann og kom inn nokkrum höggum. Hendricks náði svo að meiða GSP með þungum höggum. Í lokin á lotunni stjórnaði Hendricks GSP upp við búrið. Tölfræðin sýnir yfirburði Hendricks en hann náði inn 41 af 59 höggum á móti 24 af 36 frá GSP.

Stig MMA Frétta: 10 – 9 Hendricks.

Lota 5

Eftir stöðubaráttu upp við búrið náði GSP inn góðum höggum og tók Hendricks niður. Hann stóð fljótlega upp og en GSP sótti betur og tók hann aftur niður í lok lotunnar sem innsiglaði lotuna fyrir meistarann. Það var lítið um högg í lotunni eða 13 frá GSP og 15 frá Hendricks.

Stig MMA Frétta: 10 – 9 GSP.

Niðurstaða:

Dómari: Sal D’amato: 48 – 47 fyrir GSP.

Dómari: Glenn Trowbridge: 48 – 47 fyrir Hendricks.

Dómari: Tony Weeks: 48 – 47 fyrir GSP.

MMA fréttir: 48 – 47 fyrir Hendricks.

St-PierrevsHendricksScorecard

Þessi bardagi sýnir svart á hvítu galla stigakerfisins sem MMA fékk lánað frá hnefaleikum (The 10 point must system). Loturnar sem Hendricks vann voru afgerandi á meðan loturnar sem GSP vann voru talsvert jafnari. Fyrsta lotan er lotan sem gerði út um bardagann. Hendricks virtist vinna hana nokkuð sannfærandi en hann tapaði henni hjá dómurunum D´amato og Weeks.

Það má samt ekki gleyma því að GSP hefur ekkert með dómara að gera. Hann barðist eins og sannur meistari, gaf sig aldrei þumlung og sýndi mikið hjarta. Það verður spennandi að sjá hvort að Hendricks geti sannað sig næstu helgi, sigrað Robbie Lawler og tekið beltið sem hann átti að vinna af GSP.

Johny Hendricks, George St. Pierre

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular