Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeForsíðaStikla úr heimildarmynd Connor McGregor

Stikla úr heimildarmynd Connor McGregor

Íslandsvinurinn Conor McGregor hefur verið ein umtalaðasta stjarna UFC undanfarna mánuði en í kvöld verður frumsýnd heimildarmynd um kappann.

Conor McGregor hefur þó verið að eiga við hnémeiðsli en vonast þó eftir að keppa í Dublin í sumar. Gunnar Nelson hefur einnig lýst yfir áhuga á að berjast á því kvöldi.

Motive sjónvarpið í Írlandi ákvað að taka höndum saman með McGregor og fékk leikstjóran Patrick Timmons Ward til að framleiða heimildarmynd um kappann. Fylgst er með undirbúningi Írans fyrir fyrsta bardaga hans utan Evrópu. Í heimildarmyndinni er undirbúningur hans fyrir báða UFC bardaga hans sýndur og einnig myndbrot úr einkalífi hans.

Heimildarmyndin verður frumsýnd í kvöld í Írlandi. Þeir sem eru í Írlandi eða Norður-Írlandi geta horft á myndina hér en lítið proxy forrit gæti hjálpað þeim á Íslandi að horfa á myndina. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular