Vigtuninni fyrir UFC 242 er lokið og var ekkert vesen hjá stærstu nöfnunum. Allir bardagarnir haldast og er því allt á sínum stað fyrir bardagakvöldið.
UFC 242 fer fram í Abu Dhabi á laugardaginn en formleg vigtun fyrir bardagakvöldið fór fram í nótt. Þeir Dustin Poirier og Khabib Nurmagomedov voru fyrstir í vigtunina og voru báðir 155 pund slétt.
Khabib þurfti handklæðið til að ná 155 pundunum sléttum.
The Eagle @TeamKhabib lands at 155 pounds to make it official 🦅 #UFC242 pic.twitter.com/U9OdCBVQ9p
— ESPN MMA (@espnmma) September 6, 2019
This Diamond's weight is 155 pounds 💎 @DustinPoirier #UFC242 pic.twitter.com/ld7YmnOfAG
— ESPN MMA (@espnmma) September 6, 2019
Allir aðrir bardagamenn kvöldsins náðu vigt nema Sarah Moras sem var tveimur pundum yfir fyrir bantamvigtarbardaga sinn.