spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEkki síðasti bardagi Vitor Belfort á laugardaginn

Ekki síðasti bardagi Vitor Belfort á laugardaginn

Til stóð að Vitor Belfort myndi berjast sinn síðasta bardaga í UFC 212 nú um helgina. Eins og staðan er núna er Belfort ekkert á því að hætta.

Vitor Belfort barðist síðast við Kelvin Gastelum í mars. Eftir bardagann sagðist hann eiga einn bardaga eftir á samningnum og sá bardagi yrði hans síðasti í UFC. Talið var að bardaginn gegn Nate Marquardt um helgina yrði því hans síðasti í UFC en núna hefur hann hins vegar sagt að svo sé ekki.

Vitor Belfort á víst tvo bardaga eftir á samningnum en hann langar að berjast enn lengur en það. Fyrir þennan bardaga hefur Belfort æft hjá Firas Zahabi í Tristar í Kanada og segist hann geta barist fimm bardaga í viðbót.

„Ég held að þetta séu ekki endalokin. Það væri í lagi ef þetta væri minn síðasti bardagi en mér líður eins og þetta sé nýtt upphaf. Mér finnst eins og þetta sé upphafið á fleiri bardögum í UFC,“ sagði Belfort við ESPN.

Hann hefur ennþá mikla ástríðu fyrir MMA og er ennþá með þennan eldmóð sem þarf til að keppa. Hann er því ekkert á leiðinni að hætta eins og talið var en Belfort varð fertugur í apríl.

Belfort spjallaði við MMA Junkie um framtíðina en hann hefur mikinn áhuga á að vinna með UFC í framtíðinni eftir að hann leggur hanskana á hilluna. Belfort telur sig hafa eitthvað fram að færa til að gera UFC ennþá stærra.

Viðtalið við Belfort með risa sólgleraugu má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular