0

Ekki síðasti bardagi Vitor Belfort á laugardaginn

Til stóð að Vitor Belfort myndi berjast sinn síðasta bardaga í UFC 212 nú um helgina. Eins og staðan er núna er Belfort ekkert á því að hætta.

Vitor Belfort barðist síðast við Kelvin Gastelum í mars. Eftir bardagann sagðist hann eiga einn bardaga eftir á samningnum og sá bardagi yrði hans síðasti í UFC. Talið var að bardaginn gegn Nate Marquardt um helgina yrði því hans síðasti í UFC en núna hefur hann hins vegar sagt að svo sé ekki.

Vitor Belfort á víst tvo bardaga eftir á samningnum en hann langar að berjast enn lengur en það. Fyrir þennan bardaga hefur Belfort æft hjá Firas Zahabi í Tristar í Kanada og segist hann geta barist fimm bardaga í viðbót.

„Ég held að þetta séu ekki endalokin. Það væri í lagi ef þetta væri minn síðasti bardagi en mér líður eins og þetta sé nýtt upphaf. Mér finnst eins og þetta sé upphafið á fleiri bardögum í UFC,“ sagði Belfort við ESPN.

Hann hefur ennþá mikla ástríðu fyrir MMA og er ennþá með þennan eldmóð sem þarf til að keppa. Hann er því ekkert á leiðinni að hætta eins og talið var en Belfort varð fertugur í apríl.

Belfort spjallaði við MMA Junkie um framtíðina en hann hefur mikinn áhuga á að vinna með UFC í framtíðinni eftir að hann leggur hanskana á hilluna. Belfort telur sig hafa eitthvað fram að færa til að gera UFC ennþá stærra.

Viðtalið við Belfort með risa sólgleraugu má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply