Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEr arfleifð Jose Aldo ónýt eftir 13 sekúndna tap?

Er arfleifð Jose Aldo ónýt eftir 13 sekúndna tap?

Jose Aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Jose Aldo mætir Max Holloway í kvöld á UFC 212. Aldo er aftur kominn með fjaðurvigtarbeltið en fólk mun seint gleyma hans eina tapi til þessa í UFC.

Jose Aldo hafði verið fyrsti og eini fjaðurvigtarmeistari UFC áður en Conor McGregor kom í titilbaráttuna. Conor tók beltið sem Aldo hafði haldið svo lengi með einu höggi á aðeins 13 sekúndnum. Þar með lauk fimm ára valdatíð Jose Aldo yfir fjaðurvigtinni.

UFC lýsandinn Joe Rogan heldur því fram að arfleifð Aldo sé ónýt eftir þetta tap. Það er að mörgu leyti rétt.

Bardaginn hlaut gríðarlega mikið áhorf og voru þetta fyrstu kynni margra af Jose Aldo. Conor McGregor er auðvitað ein stærsta stjarna í sögu MMA og dregur marga að sem horfa að öllu jöfnu ekki á MMA.

Þeim er því alveg sama þó Jose Aldo hafi verið ósigraður í tíu ár fram að tapinu gegn Conor. Þeim er alveg sama um þá yfirburði sem Aldo naut gegn bestu fjaðurvigtarmönnum heims í mörg ár. Þeim er alveg sama um titilvarnirnar sjö í UFC. Þeim verður líka alveg nákvæmlega sama þó hann vinni Max Holloway annað kvöld. Fyrir þeim verður hann alltaf bara maðurinn sem var rotaður af Conor McGregor á 13 sekúndum.

En þeir bardagaaðdáendur sem muna eftir sigrunum gegn Chad Mendes, Urijah Faber, Mike Brown, Frankie Edgar, Kenny Florian og fleirum munu alltaf vita hversu mikil goðsögn Jose Aldo er. Arfeifð hans meðal bardagaaðdáenda mun því aldrei gleymast.

Á UFC 212 í kvöld fer fram einn besti bardagi ársins og frábær fjaðurvigtarslagur. Það er varla hægt að biðja um það betra. Goðsögnin Jose Aldo og svo Max Holloway sem hefur unnið tíu bardaga í röð. Sá bardagi mun samt aldrei fá nálægt því jafn mikið áhorf og 13 sekúndna tap Jose Aldo.

Þrátt fyrir sigur í kvöld verður Jose Aldo ennþá bara gæjinn sem var rotaður á 13 sekúndum gegn Conor McGregor. Það er líka ansi ólíklegt að Aldo fái einhvern tímann að hefna fyrir tapið. Arfleifð hans er því að vissu leyti ónýt.

Jose Aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular