spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentElizeu Zaleski skorar á Gunnar

Elizeu Zaleski skorar á Gunnar

Brasilíski bardagamaðurinn Elizeu Zaleski dos Santos vill berjast við Gunnar Nelson næst. Gunnar sigraði Alex ‘Cowboy’ Oliveira um síðustu helgi og vill berjast mikið á næsta ári.

Gunnar Nelson sigraði Brasilíumanninn Alex Oliveira en þetta var hans fyrsti bardagi síðan í júlí 2017. Eftir svo langa fjarveru vill Gunnar berjast aftur fljótlega og horfir til UFC bardagakvöldsins í London í mars á næsta ári.

Landi Oliveira, Elizeu Zaleski, hafði sérstaklega samband við MMA Fighting til að koma því á framfæri að hann vildi berjast við Gunnar.

„Það væri mjög spennandi að berjast við Gunnar Nelson. Hann hefur staðið sig vel í UFC og ég vil berjast við þá bestu. Ég vil verða sá besti og verða meistari. Hann átti frábæra frammistöðu gegn Oliveira og ég vona að þeir [UFC] hlusti á mig eftir að þeir gáfu mér ekki Robbie Lawler,“ sagði Zeleski í samtali við MMA Fighting.

Zaleski hefur unnið sex bardaga í röð í veltivigtinni og er í 15. sæti á styrkleikalistanum í veltivigtinni. Eftir síðasta sigur Zaleski óskaði hann eftir bardaga gegn Robbie Lawler en varð ekki að ósk sinni og fékk Li Jingliang í staðinn. Zaleski þurfti hins vegar að bakka úr bardaganum vegna hnémeiðsla en segist verða tilbúinn til að berjast í mars.

„Ég er hér til að berjast, ég vil fá að berjast. Ef hann er til munum við slást og fá bónus fyrir besta bardaga kvöldsins því ég veit að ég mun alltaf gefa mitt í alla bardagana mína. Ég er ekki hér til að leika mér, ég vil verða veltivigtarmeistari og mun leggja hart að mér til að ná því. Ef hann vill alvöru slagsmál í næsta bardaga þá væri það ánægjulegt að leggja hendur mínar á hann.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular