spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEmil Meek var neyddur til að snyrta skeggið fyrir bardagann í kvöld

Emil Meek var neyddur til að snyrta skeggið fyrir bardagann í kvöld

Norðmaðurinn Emil Weber Meek neyddist til að snyrta skeggið sitt í dag fyrir bardagann gegn Jordan Mein í kvöld. Íþróttasamband Ontario krafðist þess að skeggið yrði snyrt.

UFC 206 fer fram í Toronto í Ontario fylki í Kanada. Í vigtuninni í gær krafðist íþróttasamband Ontario fylkis þess að Emil ‘Valhalla’ Meek myndi snyrta skeggið sitt, annars fengi hann ekki að berjast. Aðeins er leyfilegt að vera með vel snyrt skegg í bardögum í fylkinu og þar sem hægt var að grípa í skeggið þótti það of sítt.

Meek var svekktur enda er skeggið eitt af einkennum hans en Meek hefur oft gengið í búrið með stóra exi á bakinu eins og víkingur. Ímynd víkinganna var ekki skegglaus en Meek gerir það sem hann þarf að gera svo hann geti barist.

Reglur um skegg í MMA eru í sumum fylkjum í Bandaríkjunum en sjaldnast er farið eftir þeim. Roy Nelson hefur alltaf fengið að skarta ósnyrtu skeggi sínu en íþróttasambandið í Ontario tekur greinilega málið mun alvarlegra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular