Norðmaðurinn Emil Weber Meek neyddist til að snyrta skeggið sitt í dag fyrir bardagann gegn Jordan Mein í kvöld. Íþróttasamband Ontario krafðist þess að skeggið yrði snyrt.
UFC 206 fer fram í Toronto í Ontario fylki í Kanada. Í vigtuninni í gær krafðist íþróttasamband Ontario fylkis þess að Emil ‘Valhalla’ Meek myndi snyrta skeggið sitt, annars fengi hann ekki að berjast. Aðeins er leyfilegt að vera með vel snyrt skegg í bardögum í fylkinu og þar sem hægt var að grípa í skeggið þótti það of sítt.
From the Ontario commission rules for MMA https://t.co/DCDQSFNm1u pic.twitter.com/8kzgewpNaa
— Marc Raimondi (@marc_raimondi) December 9, 2016
Meek var svekktur enda er skeggið eitt af einkennum hans en Meek hefur oft gengið í búrið með stóra exi á bakinu eins og víkingur. Ímynd víkinganna var ekki skegglaus en Meek gerir það sem hann þarf að gera svo hann geti barist.
Reglur um skegg í MMA eru í sumum fylkjum í Bandaríkjunum en sjaldnast er farið eftir þeim. Roy Nelson hefur alltaf fengið að skarta ósnyrtu skeggi sínu en íþróttasambandið í Ontario tekur greinilega málið mun alvarlegra.
Valhalla #nobeard 🙁 #ufc206 pic.twitter.com/HUlDiuMfUe
— #ValhallaArmy (@emilvalhalla) December 9, 2016