Fjölmiðlatúr Conor McGregor og Floyd Mayweather er nú lokið. Það var mikið um endurtekið efni á fjórða og síðasta blaðamannafundinum sem fór fram á Wembley Arena í London.
Þeir Floyd og Conor mættust í boxhringnum í fyrsta sinn í kvöld enda fór blaðamannafundurinn fram í boxhring.
Það er erfitt að koma með nýtt og ferskt efni á fjórum blaðamannafundum á fjórum dögum og var mikið um endurtekið efni hjá báðum. Það var erfitt að toppa Toronto blaðamannafundinn og fór túrinn á niðurleið eftir það. Blaðamannafundurinn í kvöld var skárri en sá sem var í New York í gær en annars nokkurn veginn sömu ræður og alla vikuna.
Conor var þó öllu betri en Floyd sem var vægast sagt leiðinlegur. Það var mikið baulað á hann að venju og sagði hann og gerði eiginlega það nákvæmlega sama og hann hafði gert á hinum blaðamannafundunum. Hann kom með sitt þreytta „Hard work!“ pepp, lét plötusnúðinn spila Tapout lagið og gerði grín að töpum Conor aftur og var sífellt að öskra „Yeaaaah“ í hljóðnemann.
Floyd kallaði Conor ýmsum nöfnum og þar á meðal „Faggot“ og hefur það fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Þó báðir séu góðir á blaðamannafundum voru þeir báðir einfaldlega uppiskroppa með nýtt efni eftir fjóra daga í röð í fjórum borgum.
McGregor was fantastic in London. Floyd stunk. And as a side note, next time we all do something like this … press tour is two stops.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) July 14, 2017
Crowd was great in London, but Toronto was tops. The fighters were at their best there. Again, asking a lot to do this 4 days straight. https://t.co/uBfVbD63OA
— Ariel Helwani (@arielhelwani) July 14, 2017
Conor McGregor undoubtedly “wins” round 4 in the World Tour. Floyd seemed to run out of material after day one#MayMacWorldTour
— Damon Martin (@DamonMartin) July 14, 2017
London was an improvement over Brooklyn. But this was too long. Too much mic time for both. Showed with Conor yesterday and Floyd today.
— Marc Raimondi (@marc_raimondi) July 14, 2017
Well, Dana White said this week would be a shitshow. I’d say he was right.
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) July 14, 2017
Núna heldur undirbúningur beggja áfram þar til þeir mætast svo þann 26. ágúst. Síðasta blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.