spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEndurtekið efni á fjórða og síðasta blaðamannafundinum hjá Floyd og Conor

Endurtekið efni á fjórða og síðasta blaðamannafundinum hjá Floyd og Conor

Fjölmiðlatúr Conor McGregor og Floyd Mayweather er nú lokið. Það var mikið um endurtekið efni á fjórða og síðasta blaðamannafundinum sem fór fram á Wembley Arena í London.

Þeir Floyd og Conor mættust í boxhringnum í fyrsta sinn í kvöld enda fór blaðamannafundurinn fram í boxhring.

Það er erfitt að koma með nýtt og ferskt efni á fjórum blaðamannafundum á fjórum dögum og var mikið um endurtekið efni hjá báðum. Það var erfitt að toppa Toronto blaðamannafundinn og fór túrinn á niðurleið eftir það. Blaðamannafundurinn í kvöld var skárri en sá sem var í New York í gær en annars nokkurn veginn sömu ræður og alla vikuna.

Conor var þó öllu betri en Floyd sem var vægast sagt leiðinlegur. Það var mikið baulað á hann að venju og sagði hann og gerði eiginlega það nákvæmlega sama og hann hafði gert á hinum blaðamannafundunum. Hann kom með sitt þreytta „Hard work!“ pepp, lét plötusnúðinn spila Tapout lagið og gerði grín að töpum Conor aftur og var sífellt að öskra „Yeaaaah“ í hljóðnemann.

Floyd kallaði Conor ýmsum nöfnum og þar á meðal „Faggot“ og hefur það fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Þó báðir séu góðir á blaðamannafundum voru þeir báðir einfaldlega uppiskroppa með nýtt efni eftir fjóra daga í röð í fjórum borgum.

Núna heldur undirbúningur beggja áfram þar til þeir mætast svo þann 26. ágúst. Síðasta blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular