0

Endurtekið efni á fjórða og síðasta blaðamannafundinum hjá Floyd og Conor

Fjölmiðlatúr Conor McGregor og Floyd Mayweather er nú lokið. Það var mikið um endurtekið efni á fjórða og síðasta blaðamannafundinum sem fór fram á Wembley Arena í London.

Þeir Floyd og Conor mættust í boxhringnum í fyrsta sinn í kvöld enda fór blaðamannafundurinn fram í boxhring.

Það er erfitt að koma með nýtt og ferskt efni á fjórum blaðamannafundum á fjórum dögum og var mikið um endurtekið efni hjá báðum. Það var erfitt að toppa Toronto blaðamannafundinn og fór túrinn á niðurleið eftir það. Blaðamannafundurinn í kvöld var skárri en sá sem var í New York í gær en annars nokkurn veginn sömu ræður og alla vikuna.

Conor var þó öllu betri en Floyd sem var vægast sagt leiðinlegur. Það var mikið baulað á hann að venju og sagði hann og gerði eiginlega það nákvæmlega sama og hann hafði gert á hinum blaðamannafundunum. Hann kom með sitt þreytta „Hard work!“ pepp, lét plötusnúðinn spila Tapout lagið og gerði grín að töpum Conor aftur og var sífellt að öskra „Yeaaaah“ í hljóðnemann.

Floyd kallaði Conor ýmsum nöfnum og þar á meðal „Faggot“ og hefur það fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Þó báðir séu góðir á blaðamannafundum voru þeir báðir einfaldlega uppiskroppa með nýtt efni eftir fjóra daga í röð í fjórum borgum.

Núna heldur undirbúningur beggja áfram þar til þeir mætast svo þann 26. ágúst. Síðasta blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply