spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEnginn UFC meistari með bókaðan bardaga

Enginn UFC meistari með bókaðan bardaga

Eins og staðan er núna er enginn meistari í UFC með bókaðan bardaga. Við kíkjum aðeins á meistarana og skoðum hvað gæti verið framundan hjá þeim.

Strávigt kvenna – Joanna Jedrzejczyk: Vann Karolinu Kowalkiewicz á UFC 205 í nóvember og enginn augljós andstæðingur framundan.

Fluguvigtin – Demetrious Johnson: Alltaf ósköp lítið að frétta í þessum þyngdarflokki enda er Johnson langbestur og fáir sem ógna honum eitthvað af viti. Sigraði Tim Elliot í desember og mun sennilega næst mæta Joseph Benavidez í þriðja sinn.

Bantamvigtin – Cody Garbrandt: Allt að gerast í bantamvigtinni! Cody Garbrandt vann auðvitað titilinn af Dominick Cruz á dögunum og mætir sennilega T.J. Dillashaw næst. Gefum þeim smá tíma til að jafna sig eftir sína síðustu bardaga en svo má UFC fara að bóka þá enda frábær bardagi.

Bantamvigt kvenna – Amanda Nunes: Varði beltið sitt gegn Rondu Rousey nýlega. Hún mun líklegast mæta sigurvegaranum úr viðureign Valentinu Shevchenko og Julianna Pena en þær mætast í lok janúar. Á meðan getur Nunes notið þess að slaka aðeins á eftir Rondu bardagann.

Jose Aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Fjaðurvigt – Jose Aldo/Max Holloway: Jose Aldo og bráðabirgðarmeistarinn Max Holloway mætast á þessu ári. Holloway þarf smá tíma til að jafna sig eftir Pettis bardagann í desember en annars verður þessi bardagi sennilega bókaður fljótlega.

conor mcgregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Léttvigt – Conor McGregor: Meistarinn er í smá fæðingarorlofi og óvíst hvenær hann mun berjast næst. Talað er um að þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson mætist um bráðabirgðartitil í léttvigtinni en samningaviðræður ganga erfiðlega þar sem Ferguson vill fá jafn mikið borgað og Khabib.

Veltivigt – Tyron Woodley: Veltivigtarmeistarinn og Stephen Thompson háðu jafntefli á UFC 205 í nóvember og munu að öllum líkindum mætast fljótlega á þessu ári. Woodley og millivigtarmeistarinn Michael Bisping hafa eitthvað verið að kýtast en ólíklegt að eitthvað verði úr því.

Millivigt – Michael Bisping: Mætir að öllum líkindum Yoel Romero eftir sigur Romero á Chris Weidman á UFC 205. Kannski eru lætin í Bisping og Woodley bara taktík til að setja pressu á þá Thompson og Romero til að skrifa undir samninginn (um að berjast gegn meistaranum) og mögulega láta undan launakröfum?

Léttþungavigt – Daniel Cormier: Við áttum auðvitað að fá titilbardaga á milli Cormier og Anthony Johnson áður en meistarinn meiddist. Óvíst er hvenær Cormier getur snúið aftur í búrið.

Þungavigt – Stipe Miocic: Þungavigtarmeistarinn hefði sennilega mætt sigurvegaranum úr viðureign Cain Velasquez og Fabricio Werdum en ekkert varð úr bardaganum. Cain fór nýlega í aðgerð og er spurning hver fær næsta titilbardaga í þungavigtinni.

Næsti titilbardagi er þó þann 11. febrúar þegar þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast um fjaðurvigtartitil kvenna. Það verður fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna og verður áhugavert að fylgjast með framvindunni í þeim flokki.

Eins og sjá má er ekkert bókað framundan en vonandi fáum við fréttir fljótlega fyrir komandi titilbardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular