Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJFabricio Werdum innleiddur í ADCC Hall of Fame 

Fabricio Werdum innleiddur í ADCC Hall of Fame 

Fyrrum UFC þungavigtamaðurinn Fabricio Werdum verður innleiddur inn í Hall of Fame hjá ADCC. Werdum hefur 7 sinnum unnið til verðlauna á ADCC – Fyrst sótti hann silfur í +99 kg flokki árið 2003 og svo síðast 2011 þegar hann vann silfrið aftur. Werdum var, eins og frægt er, þungavigtarmeistari í UFC 2016 og sótti sinn síðasta keppnissigur á ferlinum gegn Alexander Gustafsson 2020 með armbar sigri í 1.lotu. Werdum er einn fjögra BJJ kappa sem tilkynnt hefur um að verði innleiddir í ADCC Hall of fame á árinu.

Werdum verður opinberaður inn í Hall af fame í águst á ADCC worlds sem haldið verður í T-Mobile Arena, Las Vegas. Werdum á glæsilegan BJJ feril að baki. ADCC verðlaunin telja:

2003 – Silfur í +99 kg og brons í opnum flokki. 

2005 – Brons í 99+ kg flokki 

2007 – Gull í 99+ kg flokki 

2009 – Gull í 99+ kg flokki 

2011 – Silfur í 99 kg flokki.

Fabricio Werdum verður innleiddur inn í ADCC Hall of fame ásamt Jacare Sousa, Xande Ribeiro and Jean Jacques Machado. Fyrir utan glæsilegan feril hjá ADCC hefur Werdum unnið fjölda af verðlaunum utan ADCC, þar að meðal fjórum sinnum gull á heimsmeistaramótinu í Bjj í mismunandi beltisflokkum.

MMA Ferill

Fabricio Werdum átti frekar stormasaman og þó vel heppnaðan UFC feril. Werdum byrjaði að berjast hjá UFC árið 2007 og endaði 2-2 eftir 4 bardaga. Samningnum hans við UFC var eytt og virtist Werdum sjálfur hafa verið síðastur til þess að fá þær upplýsingar. Hann neitaði fyrir uppsögnina opinberlega til þess að byrja með og kallaði þessar sögur bara slúður… þangað til annað kom í ljós.

Werdum fór þá yfir í Strikeforce og var hreint óstöðvandi þar þangað til að hann mætti Alistair Overeem sem endaði með 30-27 tapi.  

Werdum snéri til baka í UFC 2011 og var hreint ósigrandi. Hann byrjaði á að sigra Roy Nelson og setti saman 4 bardaga sigurgöngu áður en hann mætti Mark Hunt upp á Interim beltið. Werdum vann Mark Hunt og varð tímabundinn þungavigtameistari. Hann mætti seinna Cain Velasquez til að sameina beltin og sigraði Werdum með Guillotine Choke 3.lotu. Werdum tapaði svo titlinum til Stipe Miocic ári seinna. Werdum féll á lyfja prófi 2018 og var settur í 2 ára keppnisbann sem var svo seinna stytt í 10 mánuði, en Werdum náði aldrei sömu hæðum aftur. Hann færði sig stuttu seinna í PFL, en ferillinn hans þar varð í raun ekki að neinu.  

Við fengum síðast að sjá Fabrico Werdum í Bareknuckle MMA hjá Masvidal í Gamebred MMA þar sem hann og Junior Dos Santos mættust. Werdum átti harman að hefna gegn Dos Santos eftir tapið gegn honum á UFC 90. Werdum vs. Santos í bareknuckle MMA er fríkeypis á YouTube.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular