Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeErlentMasvidal snýr til baka – En hvað ætlar hann að gera? 

Masvidal snýr til baka – En hvað ætlar hann að gera? 

Jorge Masvidal gaf frá sér vísbendingu um aðhann hyggst snúa til baka eftir að hafa hætt bardagaíþróttum á síðasta ári. Hann póstaði á X skilaboðum sem segja “Unretired” og fær það mann til að velta fyrir sér hvað hann ætli að gera á nýju ári.

Masvidal var einn þeirra sem lögu upp hanskana á síðasta ári og var það mat flestra að það hafi verið hárrétti tíminn til að láta slag standa og ganga burt með sæmilegri reisn. Masvidal átti langan feril í UFC og barðist innan fyrirtækisins í 10 ár, en var á 4 bardaga taphrynu þegar hann ákvað að láta slag standa. Í síðustu 4 bardögum tapaði hann þrisvar sinnum með einróma dómaraákvörðun, síðast gegn Gilbert Burns þar sem Masvidal var aldrei líklegur og var hann rotaður í eitt skipti af Kamaru Usman. Það var því mjög greinilegt að Masvidal gæti ekki keppt á hæsta stigi lengur.

Masvidal tilkynnir að hann sé hættur við að hætta:

Masvidal átti ennþá bardaga eftir á samningnum sínum við UFC þegar hann hætti og er því þannig lagað séð ennþá samningsbundinn UFC. Fyrsta spurningin er þá hvort að Masvidal sé að stefna á UFC endurkomu eða hvort að hann þurfi að díla við Dana White til þess að fá að berjast annarstaðar. 

Það er spurning hvort að UFC vilji tefla út Masvidal á UFC 300 til að búa til aðdáendavænan bardaga – bardagi sem hefur ekki áhrif á deildina, en myndi selja PPV. Þannig mætti kannski tefla Masvidal gegn Nate Diaz eða Ben Askren? Ben Askren sagði sjálfur að hann myndi koma til baka líka ef að hann fengi tækifæri til að mæta Masvidal aftur. Masvidal gæti líka einfaldlega viljað boxa við Jake Paul, sem er auðvitað að verða síendurtekinn brandari. Í Þriðja lagi væri líka í boði að Masvidal myndi berjast innan eigin bardagasamtaka.

Masvidal á og hefur verið að halda utan um Gamebred bardagasamtökin. Gamebred hefur verið með bland af boxi, mma og bareknuckle. Myndi hann vilja berjast fyrir sitt eigið bardagasamband í Gamebred Bareknuckle MMA eða Boxing?

Fyrir áhugasama þá er Gamebred Bareknucle MMA í boði á YouTube. Þeim hefur gengið frekar vel að setja saman spennandi bardaga af gamla skólanum og má þá til dæmis nefna UFC góðsögnina Roy Nelson mæta Alan Belcher í Bareknucle MMA.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular