spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFær Veltivigtarbeltið nýjan eiganda í kvöld?

Fær Veltivigtarbeltið nýjan eiganda í kvöld?

Leon Edwards og Belal Muhammad mætast seint í nótt í Manchester, Englandi. Leon Edwards er á góðri leið með að verða farsælasti englendingurinn í sögu UFC en til þess að takast það verður hann að sigra Belal Muhammad, sem hefur átt tilkall í titilbardaga mjög lengi.

Leon Edwards tapaði síðast bardaga gegn Kamaru Usman árið 2015, en hefur verið taplaus síðan þá. Leon hefur mætt 12 sinnum í búrið eftir tapið gegn Usman og sigrað í hvert einasta skipti fyrir utan No Contest viðureignina gegn Belal Muhammad fyrir 3 árum.

Leon og Belal mættust í einskonar Covid bardaga árið 2021. Apexið var þá ferskt og spennandi og gaf okkur bardagafíklunum skemmtilegt áhorf á leiðinlegum tímum. Belal Muhammad tók bardagann gegn Leon með mjög stuttum fyrirvara en virkaði ágætlega sannfærandi í búrinu! Belal sá um að halda pressunni á Leon, en Leon lenti líklega þyngsta högginu í bardaganum þegar hann lét vaða í headkick.

Bardaginn endaði hinsvegar með hrikalega slæmu augnpoti sem skaut Belal skelk í bringu. Belal hafði þá áður farið í augnaðgerð og óttaðist að augnpotið myndi orsaka bakslag og kalla á aðra augnaðgerð. Að sögn Belal var hann þó meira svekktur yfir tækifærinu sem rann honum úr greipum þetta kvöld, því hann hefði viljað klára bardagann og eiga möguleika á titilbardaga í kjölfarið. En Belal þurfti að horfa upp á Leon taka beltið af Usman rúmu ári eftir að þeir mættust. Hann hefur vonandi nýtt sér það sem smá hvatningu í undirbúningnum.

Belal Muhammad á inni nokkuð sterkt tilkall í beltið. Hann hefur ekki tapað bardaga síðan 2019 (gegn Geoff Neal) og er ósigraður í síðustu 10 viðureignum. Þar að auki hefur Belal tekist að skera sig úr fjölda mögulegra titiláskoranda í veltivigtinni með sigri gegn Gilbert Burns, Vincente Luque og fl.

Það virkar eins og það sé mjög stirt á milli þeirra beggja en Leon hefur neitað því ítrekað að hann beri slæmar tilfinningar til Belal. En Belal Muhammad virðist vera einstaklega spenntur fyrir því að búa til alvöru drama og stemningu í kringum bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular