spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAllir bardagamenn á vigt fyrir UFC 308

Allir bardagamenn á vigt fyrir UFC 308

Opinberri vigtun fyrir UFC 308 er lokið en allir bardagamenn á kvöldinu náðu vigt. Það er óhætt að segja að UFC bjóði upp á veislu á þessu flotta kvöldi í Abu Dhabi og verður sýnt frá aðalhluta kvöldsins á Minigarðinum heimavelli bardagaíþótta á Íslandi og hefst útsending klukkan 18.

Í aðalbardaga kvöldsins er Ilia Topuria að berjast við Max Holloway í hvað margir telja einn mest spennandi bardaga ársins. Ilia Topuria vigtaði inn 145 pund en Max Holloway var jafn þungur. Max Holloway er þegar orðin goðsögn og er næsta víst að hann muni enda í frægðarhöll UFC þrátt fyrir að Max sé aðeins 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur ár eftir á sínu besta skeiði í íþróttinni.

Í næst síðasta bardaga kvöldsins eigast við Khamzat Chimaev gegn Robert Whittaker en Khamzat er gríðarlega spennandi bardagamaður sem á tímum hefur virst ósigrandi og hreinlega eins og mótherjar hans geti ekki spornað við nokkru sem hann gerir. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli og veikindi síðustu ár sem hefur haft áhrif á fjölda bardaga sem hann hefur barist. Robert Whitaker hefur verið lengi í fremstu röð í millivigtinni og vill sýna að hann eigi skilið að fá titilbardaga með því að taka bardaga og sigra mann sem flestir í deildinni vilja forðast eins og heitan eldinn.

Upplýsingar úr vigtun UFC 308 er að finna hér að neðan.

Main card

  • Ilia Topuria (145) vs. Max Holloway (145) – for featherweight title
  • Khamzat Chimaev (186) vs. Robert Whittaker (185.5)
  • Magomed Ankalaev (204.5) vs. Aleksandar Rakic (206)
  • Dan Ige (146) vs. Lerone Murphy (145.5)
  • Shara Magomedov (185) vs. Armen Petrosyan (186)

Prelims

  • Ibo Aslan (205) vs. Raffael Cerqueira (203)
  • Rafael dos Anjos (171) vs. Geoff Neal (171)
  • Myktybek Orolbai (159) vs. Mateusz Rebecki (160)
  • Brunno Ferreira (185.5) vs. Abus Magomedov (185)
  • Chris Barnett (264) vs. Kennedy Nzechukwu (241)
  • Farid Basharat (137) vs. Victor Hugo (145.5)
  • Ismail Naurdiev (185) vs. Bruno Silva (186)
  • Rinat Fakhretdinov (171) vs. Carlos Leal (169.5)

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular