Saturday, May 18, 2024
HomeErlentFagnaði brjálæðislega en tapaði

Fagnaði brjálæðislega en tapaði

Invicta hélt sitt 16. bardagakvöld í gær. Herica Tiburcio fagnaði ógurlega eftir þriggja lotu bardagann en endaði á að tapa eftir dómaraákvörðun.

Jinh Yu Frey sigraði Herica Tiburcio eftir einróma dómaraákvörðun. Tveir dómarar gáfu Frey allar þrjár loturnar á meðan einn dómari gaf Frey tvær lotur og Tuburcio eina.

Það þótti því ansi undarlegt þegar Tiburcio fagnaði ógurlega eftir að bardaginn kláraðist þar sem flestum var ljóst að Frey hefði sigrað bardagann nokkuð örugglega.

Atvikið má sjá hér að neðan.

fagn invicta

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular