spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFedor Emelianenko vill berjast aftur

Fedor Emelianenko vill berjast aftur

FedorIceCreamFedor Emelianenko, fyrrverandi þungavigtarmeistari Pride, segist vera í samningaviðræðum við UFC og Bellator um annan bardaga. Þetta kom fram í viðtali við rússneska fréttavefinn Union MMA.

Fedor Emelianenko er af mörgum talinn einn allra besti bardagamaður sögunnar en hann hætti keppni árið 2012 og sagði síðast í mars að hann myndi aldrei berjast aftur. Emelianenko, sem er 38 ára, segist vera að íhuga endurkomu og að bæði UFC og Bellator hafi kynnt hugmyndir um einn bardaga í viðbót.

„Mér tókst að jafna mig á gömlum meiðslum,“ sagði Emelianenko, samkvæmt enskri þýðingu á viðtalinu. „Síðustu þrjú ár hef ég haldið mér í formi, en ekki nægilega góðu til að fara inn í bardaga, svo að nýlega hóf ég stífari þjálfun. Við höfum safnað saman fjölbreyttu liði þjálfara og íþróttamanna til að hjálpa mér. Það er ennþá mikið verk fyrir höndum. Samningaviðræður við bardagasamtök eru í gangi. Þegar samningar hafa náðst tilkynnum við dagsetningu bardagans og andstæðinginn.“

Stuttu eftir að Fedor hætti árið 2012 var reynt að semja um bardaga milli hans og stærstu stjörnu UFC á þeim tíma, Brock Lesnar. Bardaginn átti að fara fram á stórum leikvangi í Dallas og Lesnar hafði samþykkt að mæta Emelianenko en eftir að faðir Emelianenko lést sagðist hann ekki lengur vilja berjast. Emelianenko barðist því aldrei í UFC, þrátt fyrir að vera einhver stærsta stjarna í sögu MMA.

Lesnar hefur sjálfur nýlega gert nýjan samning við WWE og segir að hann muni aldrei berjast aftur.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular