Saturday, May 18, 2024
HomeErlentFedor mætir Fabio Maldonado í Rússlandi í júní

Fedor mætir Fabio Maldonado í Rússlandi í júní

fedor-emelianenko-strikeforceFedor Emelianenko heldur áfram að fá furðulega bardaga. Þann 17. júní mun hann mæta Fabio Maldonado á Fight Nights bardagakvöldi í Rússlandi.

Rússinn Fedor Emelianenko er einn besti bardagamaður allra tíma. Hann hætti árið 2012 en snéri aftur í hringinn í desember í fyrra. Þá mætti hann hinum reynslulausa Jaideep Singh í Rizin FF og sigraði hann auðveldlega.

Emelianenko er ekki hættur og mun nú mæta Fabio Maldonado í sumar. Maldonado keppti í léttþungavigt UFC þangað til hann var látinn fara fyrir skömmu. Maldonado hefur aldrei verið stór í sínum flokki en mun engu að síður fara upp í þungavigt til að mæta Emelianenko.

Maldonado hefur samt alltaf verið vinsæll meðal aðdáenda fyrir sinn skemmtilega stíl. Síðan Maldonado var látinn fara úr UFC hefur hann sigrað tvo box bardaga og klárað þá báða með rothöggum. Áður en hann mætir Emelianenko keppir hann samt bardaga í léttþungavigt í Brasilíu í maí.

Þetta er þó öllu skárri bardagi en bardaginn gegn Jaideep Singh enda Maldonado ekki nýliði í MMA eins og Singh.

fabio maldonado

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular