Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentFedor mætir Jaideep Singh eftir allt saman

Fedor mætir Jaideep Singh eftir allt saman

fedor-emelianenko-strikeforceFedor Emelianenko mætir Indverjanum Jaideep Singh á gamlárskvöldi í Rizin FF. Jaideep hefur ágætis reynslu úr sparkboxi en þetta verður aðeins hans þriðji MMA bardagi.

Jaideep var sá fyrsti til að vera nefndur sem mögulegur andstæðingur Emelianenko en sá orðrómur var síðar kveðinn niður. Hann hefur nú verið staðfestur sem andstæðingur Fedor Emelienaenko, tveimur vikum fyrir bardagann. Eftir að upprunalegi orðrómurinn var kveðinn niður barðist Jaideep á Deep 73 bardagakvöldinu. Þar tvöfaldaði hann bardagafjölda sinn í MMA með sigri á Carlos Toyota.

Þegar fréttirnar af Jaideep láku fyrst var ákvörðunin að láta hann mæta Emelianenko harðlega gagnrýnd. Svo virðist sem Rizin hafi því leitað eftir öðrum andstæðingi án árangurs og sætt sig því við Jaideep fyrir nokkrum vikum. Bardagann í Deep tók hann með þriggja daga fyrirvara og virðist vera tilraun Rizin til að byggja hann aðeins upp með bardagann gegn Emelianenko í huga.

Fedor Emelianenko mun því mæta Jaideep Singh sem er 2-0 í MMA.

Rizin FF eru ný japönsk bardagasamtök en forseti samtakanna er sá sami og réð ríkjum í Pride FC. Bardagasamtökin munu halda þrjú bardagakvöld í desember, 29., 30. og 31. desember.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular