spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFélag MMA bardagamanna hefur verið stofnað - Breyttir tímar framundan?

Félag MMA bardagamanna hefur verið stofnað – Breyttir tímar framundan?

the-mmaaaFyrr í kvöld var The MMAAA eða The Mixed Martial Arts Athletes Association opinberað. Á bakvið félagið standa bardagamennirnir Georges St. Pierre, Donald Cerrone, T.J. Dillashaw, Cain Velasquez og Tim Kennedy og þá er Björn Rebney, fyrrum forseti Bellator, einnig með.

Á mánudaginn barst fréttatilkynning þar sem talað var um að stór tilkynning yrði opinberuð á miðvikudaginn. Flesta grunaði um verkalýðsfélag fyrir bardagamenn væri að ræða en MMAAA segist ekki vera verkalýðsfélag heldur einfaldlega félag bardagamanna.

Félagið var opinberað í dag þar sem félagið ætlar að beita sér fyrir því að bæta kjör bardagamanna í UFC svo þau séu í samanburði við aðrar stærri íþróttir. Félagið hélt símafund í dag þar sem þeir svöruðu spurningum fjölmiðla í gegnum síma. Ýmislegt áhugavert kom fram á þessum símafundi og gæti þetta loksins verið rétti aðilinn sem mun bæta kjör bardagamanna.

Björn Rebney er fyrrum forseti Bellator en hann hefur ekkert látið í sér heyra síðan hann var rekinn frá Bellator árið 2014. Hann er nú kominn aftur en starfar bara sem ráðgjafi hjá félaginu. Bardagamennirnir sitja í stjórn félagsins og ráða ferðinni.

Björn Rebney var með ýmsar ásakanir á hendur UFC og WME-IMG, eigendur UFC. Hann fullyrti að bardagamennirnir fái aðeins 8% af tekjum UFC. Óvíst er hvort sú fullyrðing sé sönn eður ei en til samanburðar fá íþróttamennirnir í NFL og NBA 50% af tekjum deildanna.

Þá vilja bardagamenn fá einhverjar tekjur eftir að þeir hætta eða einhvers konar eftirlaunaáætlun. Ekkert slíkt er í gangi núna í UFC og ríkir oft mikil óvissa meðal bardagamanna eftir að þeir hætta. Þá vilja þeir að bardagamenn sem hafa áður barist í UFC fái bætur frá UFC.

Félagið er að hugsa um framtíð íþróttarinnar og snýst þetta um næstu kynslóðir bardagamanna. Donald Cerrone og Dillashaw viðurkenndu báðir að þeir væru hræddir.

Georges St. Pierre (GSP) tók undir með þeim og sagði að þeir væru allir hræddir en núna sé tíminn til að standa saman og gera það rétta í stöðunni. Þeir vita að bardagamönnum og umboðsmönnum verði hótað af UFC en þetta er eitthvað sem hann verður að berjast fyrir. Þeir ætla ekki að valda neinum vonbrigðum.

gsp-mma-fighting

GSP hefur lengi talað um að snúa aftur í búrið eftir að hafa hætt árið 2013. Samningaviðræður við UFC hafa gengið illa og hugsanlega mun hann ekki berjast aftur. Hann vill þó umfram allt leggja sitt af mörkum til að bæta hag bardagamanna. Hann þarf ekki að berjast aftur og á nóg af pening en hann vill berjast fyrir rétt annarra bardagamanna.

Tim Kennedy og Donald Cerrone berjast báðir á UFC 206 í næstu viku og verður svo sannarlega áhugavert að fylgjast með þeim í aðdraganda bardagans.

Þetta félag gæti verið skref í rétta átt til að bæta kjör bardagamanna. Þetta virðist vera alvöru félag en lögfræðingur GSP, Jim Quinn, er með í félaginu en hann þykir heimsklassa lögfræðingur og á eftir að koma að góðum nótum.

Fjöldi bardagamanna hafa lýst því yfir á Twitter í kvöld að þeir vilji ganga í félagið og fagna stofnun þess. Nokkur verkalýðsfélög hafa verið stofnuð á árinu til að bæta kjör bardagamanna en fáir bardagamenn viljað vera með og boltinn í raun ekki farið að rúlla.

Hér er MMAAA með stór nöfn eins og GSP, T.J. Dillashaw, Cain Velasquez, allt fyrrum UFC meistarar og góða lögfræðinga. Það verður svo sannarlega áhugavert að fylgjast með hvort félagið nái einhverju fram.

the-mmaaa-logo

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular