Saturday, April 20, 2024
HomeErlentKelvin Gastelum sleppur með bann og fær að mæta Tim Kennedy í...

Kelvin Gastelum sleppur með bann og fær að mæta Tim Kennedy í desember

kelvin-gastelum-2Kelvin Gastelum fékk á dögunum sex mánaða bann fyrir að mæta ekki í vigtun fyrir UFC 205. Banninu hefur nú verið aflétt og getur hann barist við Tim Kennedy á UFC 206 þann 10. desember.

Kelvin Gastelum átti að mæta Donald Cerrone á UFC 205 í New York. Bardaginn átti að fara fram í veltivigt en Gastelum sagðist vera tíu pundum yfir þegar vigtunin fór fram og lét ekki sjá sig í vigtuninni. Bardaginn gegn Cerrone var því felldur niður og fékk Gastelum sex mánaða bann frá íþróttasambandi New York ríkis (NYSAC)

Það kom því mörgum á óvart þegar Gastelum var bókaður í annan bardaga gegn Tim Kennedy nú í desember. Gastelum var bjartsýnn á að banninu yrði aflétt og var sú raunin en þetta kemur fram á vef MMA Fighting.

NYSAC og Gastelum komust að samkomulagi og mun Gastelum þess í stað greiða 2.000 dollara í sekt og fær að berjast. Bardaginn fer fram í millivigt en dagar Gastelum í veltivigt eru taldir.

Bannið þótti óvenjulegt enda er NYSAC eina ríkið sem setur menn í bann fyrir að ná ekki vigt. Thiago Alves fékk þriggja mánaða bann fyrir að ná ekki vigt en hann lét sjá sig í vigtuninni og barðist daginn eftir.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular