Friday, April 19, 2024
HomeErlentGabi Garcia mætir 52 ára japanskri glímukonu

Gabi Garcia mætir 52 ára japanskri glímukonu

gabi-garcia-shinobu-kandoriGabi Garcia berst sinn fjórða MMA bardaga á gamlársdag í Japan. Hún mun þá mæta Shinobu Kandori sem hefur ekki barist í 16 ár.

Kandori er 52 ára og keppti í fjölbragðaglímunni í Japan og barðist í MMA um nokkurt skeið. Hún er 4-1 í MMA og keppti síðast í nóvember árið 2000.

Gabi Garcia er sigursælasta glímukona allra tíma en hún hefur unnið alla þrjá MMA bardaga sína til þessa. Hún hefur aðeins barist í Rizin FF í Japan og hafa bardagasamtökin átt í erfiðleikum með að finna hentuga mótherja fyrir hana. Þess má geta að íslensku vaxtaræktarkonunni Ragnhildi Gyðu var boðið að keppa við Gabi.

Gabi viðurkennir þó að hún vissi ekki að hún væri að fara mæta Kandori fyrr en á blaðamannafundinum sem haldinn var á dögunum. Hún var ekkert alltof hrifin af því að mæta Kandori fyrst um sinn.

„Ég sagði honum [Nobuyuki Sakakibara, forseti Rizin] að svona bardaga vil ég ekki. En hann útskýrði bardagann fyrir mér í sögulegu samhengi. Hún var sú eina frá Japan sem vildi berjast við mig, hún er með bakgrunn í júdó og hefur barist við karla. Í hans huga er þetta eins og þegar Bob Sapp mætti Big Nog. Svona bardagar skipta miklu máli í Japan,“ segir Gabi við MMA Fighting.

Kandori er 170 cm á hæð á meðan Gabi er 188 cm á hæð. Gabi viðurkennir að hún vilji fá stærri nöfn og stelpur sem eru í hennar stærð en hún velur ekki andstæðingana og berst við þær sem Rizin velur.

Gegn Kandori má Gabi þó ekki vera meira en 15 pundum þyngri en sú japanska. Núna er Gabi 213,8 pund (tæp 97 kg) á meðan Kandori er 187,3 pund (um 85 kg). Gabi stefnir á að vera 198,4 pund (90 kg) í vigtuninni daginn fyrir bardagann.

Þetta verður enn einn furðubardaginn sem Rizin setur upp en bardagakvöldið fer fram á gamlárskvöld í Japan og verður öllu til tjaldað. Löngu uppselt er á bardagakvöldið og er þetta stór viðburður í Japan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular