spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFightStar: Ingþór Örn með tap í 2. lotu eftir tæknilegt rothögg

FightStar: Ingþór Örn með tap í 2. lotu eftir tæknilegt rothögg

Þriðji Íslendingurinn til að berjast á FightStar í kvöld var Ingþór Örn Valdimarsson. Bardaginn var jafn og spennandi en Ingþór tapaði eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu.

Ingþór Örn Valdimarsson mætti Dawid Panfil í millivigt. Þetta var fyrsti MMA bardagi hans í tíu ár og gekk Ingþór undir tónum XXX Rottweiler, Þér er ekki boðið!

Ingþór var afar rólegur til að byrja með og kýldi Panfil mikið en Ingþór hélt uppi góðri vörn. Ingþór náði þó fellu upp við búrið eftir smá sviptingar og komst ofan á. Ingþór hélt sér ofan á þar til lotan kláraðist.

Í 2. lotu skaut Ingþór í fellu en Panfil endaði ofan á. Ingþór náði þá gullfallegri sópun og endaði ofan í „mount“. Þar varðist Panfil vel og snéri svo stöðunni við. Panfil komst skömmu seinna sjálfur í „mount“ og þar lét hann höggin dynja á Ingþóri þar til dómarinn stöðvaði bardagann.

Ingþór tapaði því eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu í jöfnum og skemmtilegum bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular