Tuesday, May 21, 2024
HomeForsíðaFightStar: Bjartur með tap í 1. lotu

FightStar: Bjartur með tap í 1. lotu

Bjartur Guðlaugsson var rétt í þessu að tapa bardaga sínum á FightStar bardaga kvöldinu í London. Bjartur tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu.

Bjartur mætti Rúmenanum Drotar Dario (4-2 fyrir bardagann) í fjaðurvigt. Dario byrjaði vel með spörkum í skrokkinn á meðan Bjartur reyndi að loka fjarlægðinni. Bjarti tókst að ná „clinchinu“ í skamma stund en Dario varðist vel og snéri stöðunni sér í vil. Dario hélt áfram að finna opnanir standandi og sótti stíft.

Þegar 1. lota var um það bil hálfnuð náði Dario hásparki sem felldi Bjart. Dario fylgdi því eftir með nokkrum höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Sigur hjá Drotar Dario eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular