Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentFigueiredo mætir Cody Garbrandt í nóvember - Shevchenko fær Maia

Figueiredo mætir Cody Garbrandt í nóvember – Shevchenko fær Maia

Báðir fluguvigtarmeistararnir munu verja titilinn sinn í nóvember. Deiveson Figueiredo mætir Cody Garbrandt og Valentina Shevchenko mætir Jennifer Maia.

Báðir bardagarnir fara fram á UFC 255 þann 21. nóvember samkvæmt ESPN. Figueiredo mætir fyrrum bantamvigtarmeistaranum Cody Garbrandt. Garbrandt fer því niður í fluguvigt í fyrsta sinn.

Garbrandt tapaði þremur bardögum í röð en kom svo til baka með rothögg í júní. Það verður áhugavert að sjá hvernig Garbrandt spjarar sig í fluguvigt en sjálfur segist hann hafa litlar áhyggjur af niðurskurðinum. Þetta verður fyrsta titilvörn Figueiredo en hann varð meistari fyrr í sumar.

Næsta titilvörn Valentina Shevchenko átti að vera gegn Joanne Calderwood. Shevchenko var að glíma við meiðsli og vildi Calderwood ekki bíða. Calderwood tók því bardaga gegn Jennifer Maia en Maia kláraði Calderwood með uppgjafartaki í 1. lotu.

Með sigrinum hefur Maia tryggt sér titilbardaga og mætir Shevchenko á UFC 255. Shevchenko hefur varið titilinn þrisvar sinnum og ekki lent í teljandi vandræðum með andstæðinga sína.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular