spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFimm keppendur frá Reykjavík MMA berjast á laugardaginn

Fimm keppendur frá Reykjavík MMA berjast á laugardaginn

Mynd: Reykjavík MMA.
Frá vinstri: Álvaro, Haraldur, Jón Ingi, Aron og Gunnar Már.

Fimm bardagamenn frá Reykjavík MMA keppa í Skotlandi á laugardaginn. Bardagarnir fara fram á Evolution of Combat bardagakvöldinu.

Af bardagamönnunum fimm eru þrír að taka sína fyrstu bardaga. Þetta er í fjórða sinn sem Evolution of Combat heldur bardagakvöld og hafa Reykjavík MMA reglulega verið með bardaga hjá þeim. Bardagarnir á laugardaginn fara fram í Glasgow.

Aron Kevinsson (2-1) mætir Bradley Scott (2-1) í léttvigt. Aron barðist síðast í desember þar sem hann fór með sigur af hólmi en Aron tók þrjá bardaga á síðasta ári.

Jón Ingi tók sinn fyrsta bardaga á þessu ári þar sem hann sigraði eftir rothögg í 1. lotu en Jón Ingi er aðeins 18 ára gamall. Jón Ingi mætir Sean Clancy Jr. (1-0) í léttvigt.

Gunnar Már mætir Jeff Akham í fjaðurvigt á kvöldinu en báðir eru að taka sína fyrstu MMA bardaga. Haraldur Arnarson keppir einnig sinn fyrsta bardaga en hann mætir Sean Stroud (0-1) í 176 punda hentivigt. Álvaro Heredero Lopez (0-0) mætir síðan Thomas Callaghan (0-1) í léttvigt.

Bardögunum verður streymt en nánari upplýsingar um streymi koma innan tíðar. Þá verða bardagarnir einnig sýndir í húsakynnum Reykjavík MMA (sjá nánar hér).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular