spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFimm keppendur sem þú ættir að fylgjast með í 21. seríu TUF

Fimm keppendur sem þú ættir að fylgjast með í 21. seríu TUF

steve-carl
Steve Carl.

Eins og við greindum frá í gær verður næsta þáttaröð af The Ultimate Fighter (TUF) með breyttu sniði og nú mætast liðsmenn Blackzilians og American Top Team. Hér að neðan förum við yfir þá fimm sem okkur þykja líklegastir til afreka.

Steve Carl (21-4) – American Top Team: Er sá sem margir telja líklegastan til að fara með sigur af hólmi í þessari þáttaröð. Carl er fyrrverandi veltivigtarmeistarinn í WSOF samtökunum en missti titilinn til Rousimar Palhares í mars á seinasta ári. Carl hefur sigrað Josh Burkman og barðist áður fyrr í Bellator.

Nathan Coy (14-5) – American Top Team: Hefur sigrað sterka andstæðinga á borð við Mike Pierce og Rick Story. Hann hefur bæði keppt í Strikeforce og Bellator en er þó orðinn 36 ára gamall. Það er mikið álag á keppendum í TUF og þeir þurfa að keppa marga bardaga á stuttum tíma ætli þeir sér að sigra keppnina. Líkaminn er lengur að jafna sig eftir því sem menn eldast og það gæti spilað inní hjá Coy.

usman
Kamarudeen Usman.

Kamarudeen Usman (5-1) – Blackzilians: Usman er eflaust efnilegasti keppandinn í þessari þáttaröð. Hann hefur ekki sigrað nein stór nöfn en þeir sem hafa æft með honum hjá Blackzilians segja að hann hafi burði til að verða sá allra besti í veltivigtinni. Usman er firnasterkur glímukappi varð landsmeistari í 2. deildinni í háskólaglímunni áður en hann hóf MMA ferilinn. Allir fimm sigrar hans hafa komið eftir tæknilegt rothögg. MMA fréttasíðan Bloody Elbow setti Usman í fyrsta sæti yfir efnilegustu MMA keppendur í veltivigtinni í úttekt á síðasta ári. Hægt er að lesa þá úttekt hér.

Luiz ‘Buscape’ Firmino (16-5) – Blackzilians: Reynsluboltinn. Barðist fyrst árið 2000 og hefur sigrað menn eins og Tyson Griffin og Jacob Volkmann. Er með svart belti í BJJ og hefur keppt í Pride, Dream og WSOF. Hann er ósigraður síðan 2011 en spurningin verður hvort allir þessir bardagar og 15 ár í bransanum séu farin að taka sinn toll.

Steve Montgomery (8-2), American Top Team: Er með gælunafnið “The Creepy Weasel” og mun því hiklaust sigra keppnina um lélegasta gælunafnið í þessari þáttaröð. Hann hefur sigrað Brock Jardine og Colton Smith og er mjög hávaxinn fyrir veltivigt (193 cm).

Gætu komið á óvart:

Andrews Nakahara (4-2-2) – Blackzilians: Ekkert sérstakt bardagaskor en töpin hans komu gegn Kazushi Sakuraba árið 2008 í hans fyrsta bardaga og Ryo Chonan (sigraði Anderson Silva og Carlos Newton í Pride). Er margverðlaunaður í Kyokushin karate og gæti komið á óvart.

Uros Jurisic (4-0) – American Top Team: Hálf klikkaður Slóveni sem gæti komið á óvart og gæti einnig verið skemmtilegt að fylgjast með honum í húsinu. Hefur klárað alla fjóra atvinnumannabardaga sína en er með reynslu úr combat-sambó svo hann er eflaust reynslumeiri en bardagaskorið gefur til kynna.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular