Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC 184

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 184

ronda rouseyRonda Rousey hefur verið á allra vörum síðan hún sigraði Cat Zingano á 14 sekúndum á UFC 184 um helgina. Mánudagshugleiðingarnar verða því að stórum hluta helgaðar henni.

Flestir áttu von á því að Cat Zingano myndi veita henni meiri mótspyrnu en síðustu andstæðingar. Svo reyndist ekki enda tók það Rousey ekki nema 14 sekúndur að klára hana með „armbar“. Það er margt áhugavert við þennan bardaga og skulum við líta á nokkra áhugaverða punkta.

  • Þetta er fljótasti sigur í titilbardaga í sögu UFC
  • Fljótasti sigur eftir uppgjafartak í sögu UFC
  • Þetta er fyrsti titilbardaginn sem endar án þess að eitt högg hafi hitt
  • Síðustu þrír bardagar Rondu Rousey hafa enst samanlagt eina mínútu og 36 sekúndur
  • 11 bardagar Rousey hafa tekið samtals 25 mínútur og tvær sekúndur. Rétt rúmlega einn fimm lotu titilbardagi
  • 8 af 11 bardögum hennar hafa verið styttri en mínúta

Síðustu tveir bardagar hennar hafa enst í 30 sekúndur og er nokkuð ljóst að hún er langt á undan samkeppninni í sínum þyngdarflokki. Eina mögulega ógnin hennar er Cristiane ‘Cyborg’ Justino en hún berst enn í þyngdarflokkinum fyrir ofan Rousey og það heldur henni frá UFC. Dana White hefur margoft sagt það og endurtók það á blaðamannafundinum að ef Cyborg getur náð 135 takmarkinu munu þeir fá hana yfir í UFC. Á meðan hún er enn í 145 punda flokknum er Cyborg óraunhæfur andstæðingur.

Skulum enda þennan Rousey póst með nokkrum skemmtilegum Twitter færslum.

Að lokum, Brock Lesnar var á svæðinu. Er hann að fara að snúa aftur í UFC?

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular