Thursday, September 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBurt Watson hættir störfum

Burt Watson hættir störfum

Burt Watson, einn þekktasti starfsmaður UFC, hefur hætt störfum eftir 14 ár hjá fyrirtækinu. Hann staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni í gær.

Watson var viðburðastjórnandi á viðburðum og vigtunum UFC og var eitt þekktasta andlit fyrirtækisins. Rödd hans var ekki síður vel þekkt, en kall hans „We rollllin‘!“ er eitthvað sem allir UFC-bardagamenn þekktu sem merki um að komið væri að þeim.

Watson tók á móti bardagamönnum og sá almennt um þá í vikunni fyrir bardaga. Joe Rogan tók því upp á því að kalla Watson „barnapíu stjarnanna“. Hann skilur eftir sig stórt skarð, því ásamt því að vera með langt og gott samband við UFC var hann mikilvægur hluti af upplifun bardagamanna á UFC-viðburðum. Hans verður sárt saknað.

Hvorki Watson né UFC hafa gefið upp ástæðu þess að hann hætti störfum, en undanfarna daga hafa verið orðrómar á kreiki um að hann hafi ætlað að hætta og sumir hafa talað um ósætti milli hans og UFC eða ákveðinna bardagamanna. Fréttamaður MMAJunkie á UFC 184 hélt því fram að hann hefði orðið vitni að deilu milli Watson og annars UFC-starfsmanns vegna þyngdarskurðar bardagamanns en gaf ekki nánari útskýringu svo það er óskýrt um hvað var deilt.

Einn orðrómur var á þann veg að Watson hefði hætt eftir rifrildi við UFC sem snerist um að Watson hefði vanrækt Mark Munoz en Munoz keppti við Roan Carneiro á UFC 184. Munoz var fljótur að þverneita þeim orðrómi á Twitter-síðu sinni og hafði ekkert nema gott um Watson að segja.

Margir aðrir UFC-bardagamenn hafa tjáð sig um brottför Watson á Twitter og eru allir á einu máli um að það sé sárt að missa hann.

Watson var líka mikilvægur hluti af upplifun áhorfenda sem mættu á vigtun daginn fyrir UFC-viðburð. Þar sá hann um að halda uppi stuðinu og hressa alla við og var fyrsta þekkta andlitið sem spenntir UFC-aðdáendur sáu stíga upp á sviðið.

spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular