spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFjórir Íslendingar berjast í Skotlandi 2. maí

Fjórir Íslendingar berjast í Skotlandi 2. maí

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þau Bjarki Ómarsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Birgir Örn Tómasson og Hrólfur Ólafsson munu öll keppa fyrir hönd Mjölnis á Headhunter Championship bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram þann 2. maí í Falkirk, Skotlandi.

Bjarki Ómarsson (3-2) mun keppa um fjaðurvigtarbelti bardagasamtakanna gegn Calum Murrie (5-1). Bjarki barðist síðast í mars er hann sigraði Danny Randolph eftir dómaraákvörðun.

Sunna Rannveig (1-1) fær sinn fyrsta bardaga síðan í september 2013 en erfiðlega hefur gengið að fá bardaga fyrir hana. Bardaginn fer fram í bantamvigt (61 kg).

Birgir Örn (3-1) berst í léttvigt en þetta verður þriðji bardagi Birgis á árinu. Birgir hlaut sitt fyrsta tap í titilbardaga Shinobi War bardagasamtakanna í mars en komst aftur á sigurbraut í lok síðasta mánaðar með sigri á bardagakvöldi í Doncaster.

Hrólfur Ólafsson (1-0) snýr aftur eftir erfið hnémeiðsli en í undirbúningi sínum fyrir bardaga í maí 2013 sleit hann krossband. Hrólfur er nú kominn á fulla ferð og verður gaman að sjá hann aftur í búrinu. Bardaginn fer fram í 79 kg „catchweight“ flokki.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular