spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFloyd býður Conor að æfa með sér fyrir Khabib bardagann - Conor...

Floyd býður Conor að æfa með sér fyrir Khabib bardagann – Conor segir nei takk

Rúmt ár er síðan Floyd Mayweather og Conor McGregor börðust í boxhringnum. Ný býðst Floyd til að hjálpa Conor fyrir bardagann gegn Khabib Nurmagomedov en Írinn kærir sig ekki um hjálp frá Floyd.

Conor McGregor mætir Khabib Nurmagomedov á UFC 229 þann 6. október. Þetta er fyrsti bardagi Conor síðan hann tapaði boxbardaganum gegn Floyd í fyrra.

Nú hefur Floyd rétt fram hjálparhönd og boðið Conor að æfa með sér fyrir bardagann gegn Khabib.

„Ég mun tala við Dana eða gæti talað við Conor til að fá miða. En þegar Conor kemur til Las Vegas gætum við þjálfað hann, við værum til í að fá hann á æfingu í Mayweather Boxing Club,“ sagði Floyd við TMZ á dögunum.

Conor var þó ekki að taka boði Floyd með opnum örmum.

Floyd svaraði um hæl og ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að tilboðið sé af borðinu núna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular