Floyd Mayweather tilkynnti í gær að hann væri hættur eftir öruggan sigur á Andre Berto. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart ef hann skyldi berjast aftur.
Bardaginn var dæmigerður Floyd Mayweather bardagi og kom fátt á óvart. Mayweather var talsvert sigurstranglegri hjá veðbönkum fyrir bardagann og tókst Berto lítið að ógna Mayweather í lotunum 12. Mayweather sigraði eftir einróma dómaraákvörðun, 117-111, 118-110 og 120-108. Eftir bardagann tilkynnti hann að þetta væri hans síðasti bardagi:
„Ferlinum mínum er lokið, það er staðfest. Ég hef sigrað allt og það er ekkert eftir fyrir mig að afreka í íþróttinni. Ég er bestur í boxi,“ sagði Mayweather.
Eftir sigurinn er Mayweather 49-0 sem jafnar bardagaskor Rocky Marciano er hann hætti árið 1955. Margir vilja meina að Mayweather vilji gera betur en Marciano og taka að minnsta kosti einn bardaga í viðbót.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mayweather hættir. Eftir sigur á Ricky Hatton árið 2007 tilkynnti Mayweather að hann væri hættur. Tæpum tveimur árum síðar snéri hann aftur í hringinn.
Þetta var síðasti bardaginn á sex bardaga samningi hans við Showtime. Hann er nú samningslaus og gæti snúið aftur ef stórt tilboð berst. Við vitum öll að Floyd ‘Money’ Mayweather elskar peninga. Hvað ætli gerist eftir ár ef Mayweather tilkynnir að hann ætli að berjast einn sögulegan lokabardaga? Hann myndi eflaust fá góð tilboð frá Showtime og HBO sem myndu berjast um hann.
Oscar De La Hoya gagnrýndi Mayweather á Twitter á meðan á bardaganum stóð og talaði undir rós:
I’m going to miss Floyd’s action packed fights with prime fighters.
— Oscar De La Hoya (@OscarDeLaHoya) September 13, 2015
I’m sure glad I decided for Disney movies with my kids tonight.
— Oscar De La Hoya (@OscarDeLaHoya) September 13, 2015
Now that the worst boxing era is over let’s look forward to the next 10 years. #Canelo #Cotto #Golovkin #Lemieux — Oscar De La Hoya (@OscarDeLaHoya) September 13, 2015
What Is trolling? Is it the same as speaking the truth? https://t.co/prWJeK5MLd — Oscar De La Hoya (@OscarDeLaHoya) September 13, 2015
Hvort sem Mayweather snúi aftur eða ekki verður hans minnst sem einn tæknilegasti boxari allra tíma en á sama tíma einn umdeildasti íþróttamaður allra tíma.
Staðreindin er sú að seinustu 6 árin hefur hann ekki barist nema við mjög fá sem hafa getað eithvað Roky barðist við hvern sem var einu sinni með klofið nef inn að beini og sigraði samt þeir settu allt og alla inní hringin á móti honum og hann át þá með hráu dýrslegu eðli sínu Flody hefði geta orðið göðsögn í saðin kaus hann að verða ríkur án þess að láta á það reina hvessu góður hann væri.