spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFloyd Mayweather hafði betur á fyrsta blaðamannafundinum

Floyd Mayweather hafði betur á fyrsta blaðamannafundinum

Fyrsta blaðamannafundinum fyrir bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor er lokið. Blaðamannafundurinn fór fram í Los Angeles og má segja að Floyd hafi haft betur á fyrsta blaðamannafundinum.

Áhorfendur voru klárlega á bandi Conor og fögnuðu í hvert sinn sem hann birtist í mynd. Á sama tíma var baulað á Floyd Mayweather í Staples Center höllinni í Los Angeles.

Líkt og við mátti búast var þetta enginn venjulegur blaðamannafundur heldur viðburður. Rúmlega 700.000 manns horfðu á blaðamannafundinn í beinni á Youtube og ræddu þeir Brendan Schaub, Mauro Ranallo og Paulie Malignaggi um blaðamannafundinn eftir blaðamannafundinn líkt og um bardaga væri að ræða. Áður en ballið byrjaði var rappatriði og mennirnir á bakvið tjöldin héldu drepleiðinlegar ræður.

Þegar þeir Conor og Floyd fengu loks að tjá sig má segja að Floyd hafi haft vinninginn. Conor byrjaði auðvitað að skjóta á skattavandræði Floyd og sagði að hann væri bara á 2012 árgerðinni af Rolls Royce.

Floyd hélt sína ræðu á eftir Conor og sagðist vera sama hvort bardaginn færi fram í hring eða búri og væri sama um stærð hanskana. Það er hins vegar erfitt að trúa því en Conor gat ekki skotið á Floyd til baka þar sem ekki var kveikt á hljóðnemanum hans.

Floyd skaut á Conor þegar hann tappaði út gegn Nate Diaz og birti svo 100 milljón dollara ávísun sem hann átti sem smá varasjóð.

Að lokum stóðu þeir andspænis hvor öðrum í 90 sekúndur og létu ófá orð flakka sem ekki heyrðust í útsendingunni.

Næsti blaðamannafundur er á morgun í Toronto og verður áhugavert að sjá hvað verði boðstólnum þá.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular