Fyrsta blaðamannafundinum fyrir bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor er lokið. Blaðamannafundurinn fór fram í Los Angeles og má segja að Floyd hafi haft betur á fyrsta blaðamannafundinum.
Áhorfendur voru klárlega á bandi Conor og fögnuðu í hvert sinn sem hann birtist í mynd. Á sama tíma var baulað á Floyd Mayweather í Staples Center höllinni í Los Angeles.
Líkt og við mátti búast var þetta enginn venjulegur blaðamannafundur heldur viðburður. Rúmlega 700.000 manns horfðu á blaðamannafundinn í beinni á Youtube og ræddu þeir Brendan Schaub, Mauro Ranallo og Paulie Malignaggi um blaðamannafundinn eftir blaðamannafundinn líkt og um bardaga væri að ræða. Áður en ballið byrjaði var rappatriði og mennirnir á bakvið tjöldin héldu drepleiðinlegar ræður.
Þegar þeir Conor og Floyd fengu loks að tjá sig má segja að Floyd hafi haft vinninginn. Conor byrjaði auðvitað að skjóta á skattavandræði Floyd og sagði að hann væri bara á 2012 árgerðinni af Rolls Royce.
Floyd hélt sína ræðu á eftir Conor og sagðist vera sama hvort bardaginn færi fram í hring eða búri og væri sama um stærð hanskana. Það er hins vegar erfitt að trúa því en Conor gat ekki skotið á Floyd til baka þar sem ekki var kveikt á hljóðnemanum hans.
Floyd skaut á Conor þegar hann tappaði út gegn Nate Diaz og birti svo 100 milljón dollara ávísun sem hann átti sem smá varasjóð.
Floyd Mayweather says this check he whipped out is for $100 million & uncashed#MayweatherMcGregor #MayMacWorldTourpic.twitter.com/V4Xhee8cII
— Mike Dyce (@mikedyce) July 11, 2017
Að lokum stóðu þeir andspænis hvor öðrum í 90 sekúndur og létu ófá orð flakka sem ekki heyrðust í útsendingunni.
This staredown at the end of the press conference lasted a while. The intensity#MayweatherMcGregor #MayMacWorldTourhttps://t.co/2q9oKjQCvJ
— Mike Dyce (@mikedyce) July 11, 2017
Næsti blaðamannafundur er á morgun í Toronto og verður áhugavert að sjá hvað verði boðstólnum þá.