0

Leiðin að búrinu: Sunna Rannveig vs. Kelly D’Angelo

Sunna Rannveig Davíðsdóttir mætir hinni bandarísku Kelly D’Angelo á Invicta kvöldinu á laugardaginn. Sunna fór yfir sinn síðasta bardaga og komandi bardaga gegn D’Angelo í Leiðinni að búrinu.

Þetta verður þriðji bardagi Sunnu í Invicta og hefur hún unnið báða bardaga sína í bardagasamtökunum. Síðast sáum við Sunnu sigra Mallory Martin eftir dómaraákvörðun í hnífjöfnum og hörðum bardaga.

Sjá einnig: Leiðin að búrinu – Gunnar Nelson vs. Santiago Ponzinibbio

Sunna þurfti að taka á honum stóra sínum í bardaganum og segir að hún hafi hugsað til dóttur sinnar eftir að hafa fengið þungt högg frá Martin. Hún gat ekki tapað vitandi af dóttur sinni heima horfandi á bardagann.

Æfingabúðirnar hjá Sunnu hafa verið frábærar. Þær Joanne Calderwood og Jinh Yu Frey komu hingað til lands í júní og æfðu með Sunnu. Sunna segir að það hafi verið frábært að fá þær yfir enda eru þær kröftugar bardagakonur en allar eru þær orðnar nánar vinkonur.

Bardagi Sunnu og D’Angelo fer fram á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hér að ofan má sjá Leiðin að búrinu (það kann að vera að AdBlock komi í veg fyrir spilun myndbandsins, slökkva þarf á því til að horfa á myndbandið).

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply