spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplisinn: 5 flottustu rothögg ársins til þessa

Föstudagstopplisinn: 5 flottustu rothögg ársins til þessa

KO

Föstudagstopplistinn á þessum langa föstudegi er mættur! Nú er fyrsta þriðjungi ársins 2014 að ljúka og 12 viðburðir hafa verið haldnir í UFC til þessa. Það er aldrei hægt að gera öllum góðu rothöggum heils árs góð skil í stuttum lista svo hér verður rennt yfir flottustu rothöggin sem við höfum þegar fengið að sjá. 

5. Roy Nelson  vs. Antônio Rodrigo Nogueira
UFC Fight Night: Nogueira vs. Nelson – 11. apríl 2014

roy-nelson-big-nog-ko

Síðastliðinn föstudag var Roy Nelson samur við sig þegar hann rotaði „Big Nog“ með glæsilega einkennishögginu sínu eftir 3:37 í fyrstu lotu og labbaði svo rólegur í burtu.

4. KJ Noons vs. Sam Stout
The Ultimate Fighter Nations Finale: Bisping vs. Kennedy – 16. apríl 2014

K.J. Noons vs. Sam Stout

KJ Noons lenti níðþungri hægri hönd á hökuna á Stout í vikunni eftir bara 30 sekúndna bardaga og varð þar með fyrstur til að rota Stout.

3. Donald Cerrone vs. Adriano Martins
UFC on Fox: Henderson vs. Thomson – 25. janúar 2014

1-13

Donald “Cowboy” Cerrone sýndi hvað hann getur verið ótrúlega banvænn þegar hann lenti þessu bylmingssparki beint í hökuna á Martins í janúar. Cerrone lenti sparkinu eftir 4:40 í fyrstu lotu. Cerrone mætir Edson Barboza á annað kvöld á UFC on Fox.

2.  Dong Hyun Kim vs. John Hathaway
UFC Fight Night: Kim vs. Hathaway – 1. mars 2014

Dong-Hyun-Kim-Spinning-Back-Elbow-KO-John-Hathaway-UFN-37a

Kim setti endapunktinn á úrslitakvöld The Ultimate Fighter: China með stórglæsilegum olnboga eftir 1:02 í þriðju lotu og endaði þannig þriggja bardaga sigurgöngu Hathaway.

1. Godofredo Castro vs. Noad Lahat
UFC Fight Night: Shogun vs. Henderson 2  – 24. mars 2014

Godofredo Pepey vs. Noad Lahat

Godofredo „Pepey“ var ekki lengi að afgreiða Ladat í fyrsta bardaga kvöldsins og setti tóninn fyrir frábæran viðburð. Pepey rotaði Ladat eftir 2:39 í fyrstu lotu.

Heldur þú að eitt af þessum rothöggum verði valið rothögg ársins í UFC? Eða er það besta enn framundan?

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular