Írskir bardagaáhugamenn vilja greinilega fá Gunnar Nelson á UFC í Dublin í sumar þar sem #GunniForUfcDublin er eitt vinsælasta hashtaggið á Twitter í Írlandi í dag.
Þegar þetta er skrifað hafa 339 Twitter notendur endurtístað (e. retweet) að Gunnar eigi að berjast í Írlandi. Samkvæmt Trendsmap Ireland er hashtaggið #GunniForUfcDublin eitt vinsælasta hashtaggið á Írlandi.
UFC heldur til Dublin þann 19. apríl og eru margir sem vilja sjá Gunnar berjast á því kvöldi. Allar líkur eru á að Íslandsvinurinn og æfingafélagi Gunnars, Conor McGregor, berjist í Dublin það kvöld. Dana White, forseti UFC, hefur eflaust fengið skilaboðin enda margir sem hafa merkt hann á tísti sínu.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023