Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDiego Björn fær sinn fyrsta atvinnumannabardaga

Diego Björn fær sinn fyrsta atvinnumannabardaga

diego

Diego Björn Valencia hefur óvænt fengið bardaga á Cage Contender 18 kvöldinu þann 26. apríl. Andstæðingurinn er Norður-írskur bardagamaður að nafni Conor Cooke en hann er með 8 atvinnumannabardaga að baki.

Eins og við greindum frá í síðustu viku keppa fjórir Íslendingar á Cage Contender 18 bardagakvöldinu þann 26. apríl í Belfast. Því miður hefur andstæðingur Sunnu Rannveigar þurft að draga sig frá keppni vegna meiðsla og er enn óljóst hvort Sunna Rannveig fái andstæðing í Belfast. Þær fréttir voru þó að berast að Diego Björn Valencia hafi óvænt fengið andstæðing í millivigtinni.

Bardaginn verður fyrsti atvinnumannabardagi Diego en hingað til hefur hann einungis barist í áhugamannabardögum. Helsti munurinn á áhugamannabardögum og atvinnumannabardögum er sá að í atvinnumannabardögum eru loturnar fimm mínútur en þrjár mínútur í áhugamannabardögum. Einnig eru hanskarnir þynnri í atvinnumannabardögum.

Andstæðingurinn, Conor Cooke, er með fimm sigra og þrjú töp að baki sem atvinnumaður og því ljóst að Cooke verður með meiri reynslu í MMA en okkar maður. Cooke er auk þess með tvo sigra sem áhugamaður. Allir sigrar Cooke hafa komið eftir rothögg á meðan öll töpin hans hafa komið eftir uppgjafartök. Af bardagaskorinu að dæma er Cooke góður standandi en ekki eins sterkur í gólfglímunni.

Þrátt fyrir að taka bardagann með skömmum fyrirvara er Diego hvergi banginn. Diego keppti í gærkvöldi (17. apríl) sinn fyrsta boxbardaga þar sem hann sigraði eftir dómaraákvörðun. Hann er með þrjá áhugamannabardaga að baki, tvo sigra og eitt tap. Eina tapið hans kom eftir að Diego var dæmdur úr leik eftir ólöglegt högg. Eftir að andstæðingur hans lá niðri eftir hausspark fylgdi Diego eftir með höggum í gólfinu en slíkt var ólöglegt í þeirri keppni. Diego er margfaldur Íslandsmeistari í karate og hefur unnið til margra verðlauna á glímumótum hérlendis.

Hér að neðan má sjá bardaga Cooke gegn Ross Pointon. Pointon er afar reyndur andstæðingur og hefur barist í UFC og fleiri samtökum gegn þekktum nöfnum.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular