Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeForsíðaViðtal: Thomas Rønning Formo

Viðtal: Thomas Rønning Formo

Sífellt bætist í hóp útlendinga sem koma hingað til lands til þess að æfa með íslenskum bardagamönnum. Einn þeirra er Thomas Rønning Formo en MMA Fréttir fékk hann í smá spjall.

thomas formo

Viltu segja lesendum MMA Frétta hver Thomas Formo er?

Ég er 28 ára gamall MMA bardagamaður frá Noregi. Ég er annar eiganda MMA Trondheim ásamt vini mínum, Emil Weber, en klúbburinn okkar er stærsti MMA klúbbur Noregs.

Hefur þú æft bardagalistir lengi?

Árið 2006 byrjaði ég að æfa MMA. Ég æfði margar mismunandi íþróttir áður þó aðallega fótbolta. Ég glímdi við mörg meiðsli úr fótboltanum og ákvað að byrja í MMA frekar því æfingarnar fóru mun betur með líkama minn, eins kaldhæðið og það kann að hljóma.

Hefur þú keppt í bardagaíþróttum?

Sem MMA bardagamaður hef ég keppt síðan 2007. Ég hef keppt þrisvar í áhugamannabardögum en ég sigraði tvo og tapaði einum. Ég hef hins vegar sigrað þrjá og tapað einum sem atvinnumaður (sjá bardagaskor hér).

Þú stóðst þig vel á Mjölnir Open 9 þar sem þú náðir þriðja sæti í opna þyngdarflokknum. Hvernig fannst þér ganga?

Við vissum ekki af mótinu þegar við komum til Íslands svo við tókum þátt upp á grínið. Ég bjóst ekki við að fá medalíu þar sem ég veit að það eru margir góðir glímumenn í Mjölni og á Íslandi. Næsti MMA bardagi minn verður í undir 70 kg svo það var erfitt að glíma við menn í -88 kg flokknum og stærstu mennirnir voru yfir 110 kg. Ég held að ég hafi bara átt góðan dag!

Af hverju ertu hér á Íslandi?

Ég var að ferðast með Torshus Folkehøyskole sem aðstoðarþjálfari fyrir nemendur í skólanum. Ég vann fyrir ári síðan fyrir skólann en þá fórum við einmitt til Íslands og í Mjölni. Í ár fékk ég tækifæri til að ferðast með þeim þó ég væri ekki að kenna og ég gat ekki sagt nei. Okkur líkar mjög vel við Ísland.

Ætlar þú að koma oftar til Íslands?

Ég ætla að koma aftur í Mjölni. Mér líkar vel við fólkið og þeir hafa gott keppnislið fyrir mig til að æfa með. Það er bara erfitt að finna tíma og peninga í það.

Hver eru framtíðarplön þín?

Eftir sumarið mun ég vonandi berjast tvisvar fyrir European MMA þar sem ég er undir samning.

Viltu þakka einhverjum?

Mig langar til að þakka styrktaraðilum mínum www.myrevolution.no , www.fighter.no og www.mmatrondheim.com

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular