Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 frumlegustu uppgjafartökin

Föstudagstopplistinn: 5 frumlegustu uppgjafartökin

Þá er enn og aftur kominn föstudagur og með honum Föstudagstopplisti. Í dag förum við yfir fimm frumlegustu uppgjafartökin. Þetta eru ekki endilega þau fimm bestu en þessi uppgjafartök eru svo sannarlega óhefðbundin.

von-flue-choke5. Jason Von Flue gegn Alex Karalexis – Von Flue henging

Von Flue tókst að komast framhjá fótum Karalexis á meðan sá síðarnefndi var með hann í „guillotine“ hengingu. Venjan er að menn gefist þá upp á „guillotine“ hengingunni og einblíni þess í stað á að reyna að sleppa af botninum. Karalexis hélt hins vegar sem fastast áfram í „guillotine“ henginguna þrátt fyrir að eiga nánast enga möguleika á að klára uppgjafartakið miðað við núverandi stöðu. Von Flue nýtti sér þetta og þrýsti öxlinni áfram og niður sem endaði með því að Karalexis missti meðvitund. Þessi henging hefur síðan verið kölluð Von Flue henging í höfuðið á Jason Von Flue. UFC hefur staðið sig einstaklega vel í að fjarlægja myndbönd af þessari hengingu af netinu, svo vel að ekki virðist vera hægt að finna hreyfimynd af henni heldur. Hér að ofan má sjá mynd af stöðunni rétt áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Einhverjir muna eflaust eftir því þegar Ovince St. Preux svæfði Nikita Krylov með Von Flue hengingunni í fyrra eins og sjá má hér að neðan. Þetta var aðeins í annað sinn í sögu UFC sem einhver klárar bardaga með Von Flue hengingu.

https://www.youtube.com/watch?v=y38u86JnglQ

4. Tony Imada gegn Jorge Masvidal – öfug „triangle“ henging

Jorge Masvidal er mjög reyndur en virtist grunsamlega afslappaður þegar hann stóð upp með Tony Imada. Hér að neðan má sjá hvernig Imada klárar henginguna á örskömmum tíma.

reverse triangle

 

reverse triangle2

3. Chan Sung Jung gegn Leonard Garcia – „Twister“ hrygglaliðslás

Þetta var í fyrsta og eina sinn sem við höfum séð „Twister“ framkvæmdan í UFC. Joe Rogan var að vonum ánægður en lærimeistari hans og vinur, Eddie Bravo, nefndi lásinn „Twister“ þó vissulega hafi hann ekki verið sá fyrsti til að kenna hann.

twister

2. Kenny Robertson gegn Brock Jardine – Fótalás

Kenny Robertson sýndi bæði frumlegheit og skjótan hugsunarhátt þegar hann sigraði Brock Jardine með þessum frumlega fótalás. Hann var of ofarlega á bakinu á Jardine og næsta víst var að hann myndi ekki geta haldið stöðunni. Hann skipti því snögglega yfir í „kneebar sem hann kláraði með höndunum. Sjá mátti á viðbrögðum Jardine að meira að segja honum fannst uppgjafartakið tilkomumikið.

kenny robertson

1. Genki Sudo gegn Craig Oxley – sveiflandi glímusnúningur yfir í akkílesarlás

Genki Sudo er einn frumlegasti MMA kappi allra tíma. Allt frá innkomum hans, hugmyndafræði og yfir í bardagastíl þá var hann hinn fullkomni skemmtikraftur. Hann sýndi einstaklega frumlega takta í þessu uppgjafartaki sem líkist helst einhverju úr WWE fjölbragðaglímunni. Svona uppgjafartak mun líklega aldrei sjást á ný og því vermir hún fyrsta sætið í dag.

genki sudo

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular