Við hér á MMA fréttum erum með fastan lið sem kallast Föstudagstopplistinn. Í dag ætlum við að skoða fimm verstu blómkálseyrun í MMA.
Blómkálseyru (e. cauliflower ear), eða káleyru eins og þau eru stundum kölluð, er þekkt fyrirbæri í MMA og í fleiri íþróttum. Líklegast hafa allir séð þetta en blómskáleyru eru nokkuð algeng fyrst og fremst hjá glímuköppum. Þegar þetta byrjar reyna menn að tæma vökva úr eyranu með sprautu, sem er víst mjög sársaukafullt, en smám saman krumpast eyrað meira og meira. Hér kemur útskýring Wikipedia á þessu fyrirbæri á ensku, það er of mikið vesen að þýða þennan texta:
“Cauliflower ear (complication of hematoma auris, perichondrial hematoma, or traumatic auricular hematoma) is a condition that occurs when the external portion of the ear suffers a blow, blood clot or other collection of fluid under the perichondrium. This separates the cartilage from the overlying perichondrium that supplies its nutrients, causing it to die and resulting in the formation of fibrous tissue in the overlying skin. As a result, the outer ear becomes permanently swollen and deformed, resembling a cauliflower.”
Hér eftir teljum við niður fimm verstu blómkálseyrun í MMA. Einungis nöfn sem undirritaður þekkir komu til greina. Endilega látið vita ef þið hafið einhverjum fallegum eyrum við að bæta.
5. Josh Thomson. Blómkálseyrað getur víst verið mjög gagnlegt við að halda uppi þungum gleraugum.
4. Gray Maynard. Það er auðvelt að sjá muninn á eyrunum á þessari mynd. Það hægra er nánast tvöfalt.
3. Jens Pulver. Andlitið á Pulver er hér í stíl við eyrað.
2. Randy Couture. Skyldi Randy heyra eitthvað með þessum krækiberjum sem hann kallar eyru?
1.Kazushi Sakuraba. Hér er versta tilfelli sem ég hef séð. Eyrað á Sakuraba sprakk hreinlega.
fokk hvað mér brá yfir sakuraba jesus chriiist
eina slæma blómkálseyrað er ekkert blómkálseyra
Vantar BJ Penn þarna og James Thompson þeir eru með hrikaleg blómkálseyru!