Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaIngþór Örn: "Ég ætla að verða Jiu-Jitsu afi"

Ingþór Örn: “Ég ætla að verða Jiu-Jitsu afi”

Ingþór er fyrir miðju
Ingþór er fyrir miðju

Þann 17. Nóvember fór fram Íslandsmeistaramótið í BJJ. Keppt var í sjö þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna. Eins og venjan er á stórum mótum í BJJ þá er bæði keppt í opnum flokkum karla og kvenna. Opnir flokkar þýða að 60 kg maður getur keppt við 100kg mann. Mótið var það fjölmennasta hingað til og voru 94 þátttakendur skráðir til keppni.

Ingþór Örn Valdimarsson gerði sér lítið fyrir og fagnaði stórsigri. Hann sigraði bæði -94 kg flokkinn og opinn þyngdarflokk karla.

Ingþór, getur þú byrjað á því að kynna þig fyrir lesendum MMAfrétta ?

Góðan daginn, Ég heiti Ingþór Örn Valdimarsson, aðfluttur Akureyringur, fæddur í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði frá barnæsku fram á “fullorðins” aldur.

Hvernig og hvenær byrjaðiru að æfa BJJ ?

Margir þekkja mig sem sparkboxara, sem ég er í uppruna mínum og í gegnum sparkboxið þá kynntist ég BJJ. Að sjálfsögðu sá ég UFC 1 þegar ég var unglingur, og kynntist þar BJJ en mér bauð alveg við því, og líkaði ákaflega illa við svona “náttfataslagsmál”. Mér fannst að alvöru menn ættu frekar að kýla hvorn annan í andlitið heldur en að vera veltast um í eitthverjum fíflagangi, svo í mörg ár þoldi ég ekki BJJ. Árið 2005 bý ég á Spáni og ákvað að annað hvort að fara til Hollands að æfa hjá Ramon Dekkers, en ég var búinn að vera í sambandi við hann um að koma og æfa af alvöru, eða fara til vinar míns í San Diego og æfa MMA og Muay Thai. Ég ákvað að fara til Bandaríkjana og sé ekki eftir því en ég prufaði BJJ tíma strax á fyrsta degi hjá Brandon Vera og ég fann mig vel í því.

Hversu oft æfiru í viku og hvað fer mikill tími í annars vegar “drills” og hins vegar í “free rolling”

Æfi held ég alla daga vikunnar, nokkrar klukkustundir í senn, svo restina af deginum eyði ég í að hugleiða veikleikana mína og glápa á keppnir. Varðandi æfingarnar sjálfar, allavegana varðandi skiptinguna á rúlli og “drilli”, þá er það ákaflega mismunandi eftir því í hverju ég er að vinna í. Ef ég er t.d. algjörlega á byrjunarreit með einhverja tækni þá “drilla” ég hana þangað til ég fæ ælu og svo rúlla ég með hana til þess að ákvarða hvort hún sé nytsamleg eða ekki.

Geturu sagt mér frá Fenri ?

Ég gat ekki orðið kennari með hefbundnum æfingarleiðum, það fyrirkomulag hefði ýtt mér á þann stall að vera bara kennari frekar en bara æfingarfélagi. Mig vantaði hóp af fólki sem væri stöðugt að ýta mér áfram til að ég gæti þróað sjálfan mig sem listamann. Ég byrjaði svo að keppa og gekk vel á mótum frá byrjun. Þaðan fór Fenrir að stækka þegar það sá árangur minn. Fenrir varð ekki að bardagaklúbbi fyrr en Jóhann Ingi Bjarnason, minn fyrsti nemandi og vinur hjálpaði mér að skipuleggja starfsemina og við höfum verið með stundaskrá frá 2012 í eigin húsnæði.

Þú stundaðir kickbox og Muay Thai áður en þú prófaðir BJJ, hvernig fannst þér það og gagnast það BJJ ?

Ég byrjaði í Karate þegar ég var 9 ára gamall og hafði rosalega gaman af því, þó eiginlega bara af Kumite en eftir að hafa prófað hluti út fyrir þægindaramma minn þá fann ég mig sem kickboxara og var alveg manískur á Muay Thai. Svo kemur að því ég kynnist BJJ, þaðan fer ég í Judo og hef meira og minna verið í BJJ og Judo síðustu 8 að verða 9 ár.

Ég verð að segja það líka að mér finnst allur minn bakgrunnur gagnast í BJJ og ekki bara þar, heldur bara hvernig ég tekst á við allt í lífinu af sama innsæi og
bardagalistir hafa kennt mér. Þó svo BJJ sé gólfglíma þá nota ég sömu rökhugsun í glímu og í boxlotu, alltaf sama pælingin um hvernig ég geti yfirbugað andstæðinginn á sem skilvirkasta hátt. Þannig helst hugsunin alltaf sú sama í eðli sínu þó svo formið á bardaganum breytist eftir aðstæðum. Þessi hugsun hefur þróast gríðarlega eftir öll þessi ár í mismunandi bardagalistum.

Nú sigraðir þú -94 kg þyngdarflokkinn og opinn þyngdarflokk karla á Íslandsmóti BJJ. Æfðir þú stíft eða öðruvísi en venjulega fyrir mótið ?

Með tilkomu nýja æfingarhúsnæðisins og auknum tímum í stundarskrá þá gat ég farið að æfa meira sjálfur. Einnig hafa nemendur mínir orðið mun betri svo ég læri stöðugt eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Ég er loksins kominn með hóp af liði sem refsar mér grimmt fyrir öll klaufamistök sem ég geri á æfingum.

Ég tók 6 glímur í það heila. Erfitt að segja til um hver erfiðasti andstæðingurinn var því allir sem ég glímdi við áttu fullt erindi í sín toppsæti sem þeir tóku, t.a.m. fyrsta glíman mín í opna flokknum var við Eið Sigurðsson sem vann -88, næsta við Birki Frey sem vann -100 og undanúrslitin voru gegn Guðmundi Stefáns sem vann+100 og úrslitin sjálf voru við Björn Lúkas en hann er búinn að vera gríðarlega öflugur upp á síkastið. Ég verð þó að segja að glíman mín í úrslitum í -94,3 kg flokknum við Bjarna Kristjánsson hafi staðið upp úr sem erfiðasta glíman. Ég fór í þá glímu með það í huga að einungis vinna, áhorfendur yrðu bara bíða aðeins lengur eftir spennandi glímu. Ekki bara gerði ég ráð fyrir að þurfa að glíma út allan tíman upp á líf og dauða heldur var ég beinlínis búinn að ákveða það að þetta yrði út allan tímann og myndi vinnast á herkænsku frekar en öðru. Það rættist, ég mætti gríðarlega hungruðum Bjarna Kristjánsson og það er hættulegasta útgáfan af honum en ég gróf bara djúpt og missti aldrei sjónar á hvað ég ætlaði mér í glímunni.

Ingþór að klára "armbar" í undanúrslitum opna flokksins.
Ingþór að klára “armbar” í undanúrslitum opna flokksins.

Geturu sagt mér frá frammistöðu þinni á Íslandsmeistaramótinu?

Ég er allt í allt temmilega sáttur með hana. Ég er búinn að vera liggjandi yfir myndböndum af mér síðan ég kom norður að skoða hvað ég hefði getað gert betur, hvað þarf að laga og hvað ég þarf að tileinka mér betur.

Nú fórstu að keppa í London nýverið, geturu sagt okkur aðeins frá því ?

Mig hefur lengi langað að sjá hvar ég stend í gólfglímu á alþjóðlegum vettvangi. Svo var það bara snemma í sumar sem ég sá þetta auglýst og varð gríðarlega spenntur yfir að þetta væri IBBJF mót en mig langaði að prufa að glíma í þeirri umgjörð og því stigakerfi sem þar ríkir.  Ég var líka mjög spenntur fyrir því að glíma við þá brúnbeltinga sem sækja IBBJF mót og sjá hvar ég stæði gegn þeim. Ég vann 1 silfur, 2 brons, og var frekar sáttur að sjá hvar ég stæði varðandi styrkleika og veikleika. Ég held nefnilega eftir á að hyggja að öll sú rannsóknarvinna sem ég lagðist í varðandi Jiu Jitsuið mitt eftir það mót hafi skilað sér í betra og uppfærðara Jiu Jitsu núna á Íslandsmeistaramótinu.

Hver eru framtíðarplön þín í BJJ ?

Mín framtíðarplön eru Opna Danska, Euro 2014 og jafnvel ADCC trials hér í Evrópu, en langtíma BJJ plön eru að verða Jiu-Jitsu afi að “toeholda” barnabörnin mín í jólaboðum.

spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular