Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaCage Warriors halda viðburð í Kaupmannahöfn snemma á næsta ári

Cage Warriors halda viðburð í Kaupmannahöfn snemma á næsta ári

 

Cage Warriors samtökin, sem af mörgum eru talin stærstu MMA samtök Evrópu, munu hefja sókn sína inn á norræna markaðinn á næsta ári. Fyrir liggur að halda þrjá viðburði og er áætlað að sá fyrsti verði haldinn í Kaupmannahöfn en að Svíþjóð verði næst á dagskrá síðar á árinu. Einnig hafa forráðamenn samtakanna lýst yfir áhuga á að halda viðburð í Noregi, en þar er keppni í MMA bönnuð enn sem komið er.

Nokkrir norrænir bardagakappar eru á mála hjá samtökunum og fyrir skömmu fengu þeir til liðs við sig hinn danska Nicolas Dalby, sem er ósigraður og keppir í veltivigtinni. Líklegt verður að teljast að hann komi til með að þreyta frumraun sína í Cage Warriors á viðburðinum í Kaupmannahöfn á næsta ári. Meðal frægra bardagakappa sem barist hafa í samtökunum má nefna Michael Bisping, Dan Hardy, hinn efnilega Cathal Pendred og Íslandsvininn Conor McGregor, sem var bæði fjaðurvigar- og léttvigtarmeistari í samtökunum. Það er því ljóst að það eru spennandi tímar framundan í Evrópsku MMA senunni.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular