Við hér á MMA fréttum erum með fastan lið sem kallast Föstudagstopplistinn. Undanfarnar vikur hefur verið MMA veisla. Rúsínan í pysluendandum er hins vegar eftir þar sem að UFC 167 er eitt stærsta kvöld ársins. Hér koma helstu ástæðurnar:
5. Halda Rússarnir áfram að vinna?
Rússarnir eru búnir að vera á ótrúlegri siglingu í UFC. Enginn þeirra hefur tapað en þeir eru smá saman að fá erfiðari andstæðinga. Á laugardaginn mætir Ali Bagautinov Ameríkananum Tim Elliott. Þetta er bardagi sem minnir mig á Pat Healy vs Khabib Nurmagomedov. Tveir grjótharðir hanar. Fáir eru að tala um þennan en ég býst við stríði.
4. Josh Koscheck berst fyrir ferlinum.
Koscheck er búinn að tapa tveimur í röð og var rotaður í síðasta bardaga. Það eru fáir eftir af þeim sem kepptu í fyrstu seríu af The Ultimate Fighter. Í UFC 167 mætir hann Tyron Woodley sem er meira og minna yngri útgáfa af honum sjálfum. Kannski verður Koscheck næstur til að hætta.
3. Sergio Pettis berst í UFC í fyrsta sinn.
Litli bróðir Anthony Pettis, UFC meistara í léttvigt, mun berjast í UFC í fyrsta skipti á laugardagskvöldið. Hann er ósigraður, fjölhæfur og einn mest spennandi nýliðinn í íþróttinni.
2. Rory MacDonald þarf að standast erfitt próf.
Það hefur verið talað um MacDonald undanfarin á sem framtíðar meistara. Eftir leiðinlega frammistöðu á móti Jake Ellenberger er kominn tími til að strákurinn sanni sig. Hann mætir algjörri tortímingarvél þegar hann berst við “Ruthless” Robbie Lawler. Eins gott að hann sé tilbúinn í bardaga lífs síns.
1. Við gætum fengið nýjan meistara í veltivigt.
Johny Hendricks er stærri, höggþyngri og hugsanlega betri í glímu en George St. Pierre. Hann er með fullkominn stíl til að sigra meistarann. Hendricks er ótrúlegur keppnismaður. Glímuferillinn hans er stórkostlegur og hann hefur aðeins tapað einu sinni í MMA. Trúið því, Johnny Hendricks getur unnið þennan bardaga.
GSP er með besta MMA wrestling í heimi. Öllum þyngdarflokkum.