spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn - Topp 5 ástæður fyrir því að UFC 167 verður eitt...

Föstudagstopplistinn – Topp 5 ástæður fyrir því að UFC 167 verður eitt besta bardagakvöld ársins!

Við hér á MMA fréttum erum með fastan lið sem kallast Föstudagstopplistinn. Undanfarnar vikur hefur verið MMA veisla. Rúsínan í pysluendandum er hins vegar eftir þar sem að UFC 167 er eitt stærsta kvöld ársins. Hér koma helstu ástæðurnar:

Ali-Bagautinov

5. Halda Rússarnir áfram að vinna?

Rússarnir eru búnir að vera á ótrúlegri siglingu í UFC. Enginn þeirra hefur tapað en þeir eru smá saman að fá erfiðari andstæðinga. Á laugardaginn mætir Ali Bagautinov Ameríkananum Tim Elliott. Þetta er bardagi sem minnir mig á Pat Healy vs Khabib Nurmagomedov. Tveir grjótharðir hanar. Fáir eru að tala um þennan en ég býst við stríði.

UFC on FOX: Koscheck v Hendricks

4. Josh Koscheck berst fyrir ferlinum.

Koscheck er búinn að tapa tveimur í röð og var rotaður í síðasta bardaga. Það eru fáir eftir af þeim sem kepptu í fyrstu seríu af The Ultimate Fighter. Í UFC 167 mætir hann Tyron Woodley sem er meira og minna yngri útgáfa af honum sjálfum. Kannski verður Koscheck næstur til að hætta.

Pettis

3. Sergio Pettis berst í UFC í fyrsta sinn.

Litli bróðir Anthony Pettis, UFC meistara í léttvigt, mun berjast í UFC í fyrsta skipti á laugardagskvöldið. Hann er ósigraður, fjölhæfur og einn mest spennandi nýliðinn í íþróttinni.

rory

2. Rory MacDonald þarf að standast erfitt próf.

Það hefur verið talað um MacDonald undanfarin á sem framtíðar meistara. Eftir leiðinlega frammistöðu á móti Jake Ellenberger er kominn tími til að strákurinn sanni sig. Hann mætir algjörri tortímingarvél þegar hann berst við “Ruthless” Robbie Lawler. Eins gott að hann sé tilbúinn í bardaga lífs síns.

Johny-Hendricks

1. Við gætum fengið nýjan meistara í veltivigt.

Johny Hendricks er stærri, höggþyngri og hugsanlega betri í glímu en George St. Pierre. Hann er með fullkominn stíl til að sigra meistarann. Hendricks er ótrúlegur keppnismaður. Glímuferillinn hans er stórkostlegur og hann hefur aðeins tapað einu sinni í MMA. Trúið því, Johnny Hendricks getur unnið þennan bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular