0

Íslandsmeistaramótið í BJJ fer fram á sunnudaginn!

BJI_Islandsmot_2013_fyrirNETID1

Íslandsmeistaramótið í BJJ fer fram nú á sunnudaginn í sal Ármenninga í laugardal. Húsið opnar kl 10 og munu fyrstu glímur byrja um 10:30. Keppt er í Gi (galla) og fer vigtun fram á mótsdag. Íslansdmeistaramótið í ár verður gríðarlega fjölmennt en 94 keppendur eru skráðir til leiks! Keppt er í átta þyngdarflokkum í karlaflokki og tveimur í kvennaflokki. Fimm Íslandsmeistarar frá því í fyrra keppa ekki með í ár en allir sigurvegarar opna flokksins undanfarin ár verða ekki með. Þetta mót er því að margra mati eitt mesta spennandi Íslandsmeistaramót frá upphafi.

Þyngdarflokkarnir verða eftirfarandi:

Karlar
-64 kg
-70 kg
-76 kg
-82,3 kg
-88,3 kg
-94,3 kg
-100,5 kg
+100,5 kg

Konur
-64 kg
+64 kg

Jafnframt verður keppt í opnum flokki karla og kvenna.

Búið er að loka fyrir skráningu en ókeypis aðgangur er fyrir áhorfendur. Mótstjóri verður Pétur Marel Gestsson.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.