spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFrancis Ngannou: Ekki stoltur af frammistöðu minni

Francis Ngannou: Ekki stoltur af frammistöðu minni

Francis Ngannou átti einfaldlega hræðilega frammistöðu um síðustu helgi í leiðinlegum bardaga gegn Derrick Lewis. Ngannou sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann baðst afsökunar á frammistöðu sinni á laugardaginn.

Bardagi Ngannou og Derrick Lewis var einn sá allra versti í sögu UFC en hvorugur gerði mikið í bardaganum. Lewis gerði þó örlítið meira og sigraði eftir dómaraákvörðun. Mikið var baulað í bardaganum og þurfti dómarinn Herb Dean að hvetja keppendur til að gera meira.

Ngannou tapaði illa fyrir Stipe Miocic í janúar og virtist sem það tap hafi ennþá setið í honum á laugardaginn.

„Ég er ekki stoltur af frammistöðu minni. Ég tók með mér óttann úr síðasta bardaga í þennan bardaga. Ég skil fullkomnlega pirringinn og reiðina hjá aðdáendum mínum, þjálfurum, liðsfélögum, fjölskyldumeðlimum og vinum yfir frammistöðu minni og þykir mér það afar leitt. Ég mun aldrei bregðast ykkur aftur. Það eina sem ég get gert núna er að sanna mig aftur og gera ykkur aftur stolt af mér,“ sagði Ngannou í færslu á Instagram.

Derrick Lewis var sjálfur ekki stoltur af frammistöðunni og leið hörmulega eftir sigurinn. Upprisa Ngannou fyrir bardagann gegn Miocic var með ólíkindum og verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur til með að vinna sig úr þessu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular